Fasteignasalan Heimaey kaupir Domus í Vestmannaeyjum

31.Október'08 | 17:30

Fasteignasalan Heimaey hefur fest kaup á fasteignasölunni Domus í Vestmannaeyjum, Heimaey tekur yfir reksturinn frá og með 1.nóvember 2008.

 

Það sem er kannski hvað athyglisverðast við þetta er að þrátt fyrir Domus sé a selja fasteignasöluna þá mun enginn starfsmaður þeirra missa vinnuna sína, heldur eru áherslubreytingar hjá rekstraðilum Domus í Vestmannaeyjum sem ætla að einbeita sér að rekstri lögmannstofunnar PACTA og innheimtustarfsemi undir merkjum Intrum og Lögheimtunnar, einnig gera þau ráð fyrir að fjölga starfsfólki á skrifstofunni. 

Þetta hljóta að teljast mikil tíðindi á erfiðum tímum sem þessum og væri öllum bót ef að fleiri fréttir sem þessar myndu birtast í fjölmiðlum landsins.

Þess má einnig geta að fasteignasalan Heimaey hefur verið starfandi síðan í september 2007 og hefur látið mikið til sín taka á stuttum tíma, t.d. hafa þeir lækkað einkasöluþóknun í eyjum til muna. Glöggir menn segja að hann sé ódýrasti fasteignasalinn í öllu landinu eða með 1,1 % þóknun fyrir einkasölu.

Hér er hægt að lesa fréttatilkynninguna frá Heimaey & Domus:

Fréttatilkynning


Heimaey ehf. - þjónustuver hefur keypt Domus fasteignasölu í Vestmannaeyjum og mun sameina rekstur Domus rekstri fasteignasölunnar Heimaey ehf. Heimaey ehf. tekur yfir rekstur Domus frá og með 1. nóvember nk.

Guðjón Hjörleifsson, löggiltur fasteignasali og rekstraraðili Heimaeyjar ehf. tekur við söluumsjá eigna sem eru í sölu hjá Domus fasteignasölu ehf. og mun annast viðskiptatengsl fasteignasölunnar. Við kaupin verður til afar sterkur aðili á fasteignamarkaði sem hefur stærsta hlutdeild á markaði.

Ástæða þess að Domus fasteignasala hefur nú verið seld eru breytingar á áherslum hjá rekstraraðilum Domus í Vestmannaeyjum sem munu í framtíðinni einbeita sér að lögmannsráðgjöf undir merkjum PACTA Lögmanna og innheimtustarfsemi undir merkjum Intrum og Lögheimtunnar. Stefnt er að því að halda sama starfsmannafjölda á skrifstofu PACTA, INTRUM og LÖGHEIMTUNNAR ennfremur sem ráðgert er að fjölga starfsfólki skrifstofunnar enn frekar.

Viðskiptavinum Domus eru þökkuð ánægjuleg samskipti í gegnum tíðina auk þess sem þeir eru fullvissaðir um að þeir muni njóta góðrar þjónustu hjá fasteignasölunni Heimaey ehf. þar sem vandvirkni og fagmennska er í fyrirrúmi.

F.h. Domus Páley Borgþórsdóttir, hdl. og
f.h. Heimaeyjar ehf. Guðjón Hjörleifsson, lögg.fast.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.