Sigurganga Jolene heldur áfram

30.Október'08 | 07:06

Dóra

Jolene, bar Dóru Takefusa og Dóru Dúnu, er annað árið í röð tilnefndur til Byens bedste-verðlaunanna í Kaupmannahöfn.
„Það er mikill heiður að vera tilnefndar og okkur þykir vænt um það," segir Dóra Takefusa, en staður hennar og Dóru Dúnu Sighvatsdóttur, Jolene, er tilnefndur til Byens bedste-verðlaunanna sem skemmtilegasti staðurinn. Þær eru ekki alls ókunnar verðlaununum því í fyrra voru þær tilnefndar fyrir kúltíveraðasta framtakið.

„Þar voru stórir leikhússtjórar líka tilnefndir, svo við bjuggumst ekki við því að vinna. Við fengum samt óvænt verðlaun þegar staðurinn Vega var valinn skemmtilegasti klúbburinn, því eigendurnir gengu niður af sviðinu og sögðust vilja afhenda Jolene verðlaunin þar sem þeim fyndist það svalasti staðurinn í Kaupmannahöfn," útskýrir Dóra.

„Við erum ekki að búast við neinu á hátíðinni í ár því við erum langminnsti staðurinn. Okkur þykir samt vænt um að vera tilnefndar, sérstaklega á þessum tíma þegar Íslendingar hafa verið gagnrýndir fyrir útrás þó svo að okkar útrás sé ekkert í líkingu við það sem hefur verið," bætir hún við og segist ánægð með þá jákvæðu umfjöllun sem staðurinn hefur fengið úti.

„Við Dóra finnum ekki fyrir því að litið sé niður á okkur. Blöðin eru enn þá áhugasöm að skrifa um okkur og við vorum í forsíðuviðtali hjá Berlingske Tidende fyrir stuttu. Ef ég er spurð út í ástandið á Íslandi segi ég að þetta verði erfitt, en Íslendingar eigi eftir að lenda á fótunum," segir Dóra að lokum. Hægt er að taka þátt í kosningunni á byensbedste.aok.dk , en henni lýkur í byrjun nóvember

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.