Guitar Islancio með tónleika í Akóges á sunndaginn

30.Október'08 | 14:34

gítar

Tríóið GUITAR ISLANCIO heldur tónleika í Vestmannaeyjum nú um helgina, nánar tiltekið í Akoges-salnum á sunnudaginn kl.20.00  en tríóið hefur nú undanfarið leikið á tónleikum víða um landið í tilefni af 10 ára afmæli sínu, en þetta er í fyrsta skipti sem Guitar Islancio leikur í Vestmannaeyjum.

Tríóið hefur endurnýjað efnisskrána að hluta í tilefni af þessari afmælisferð.
Íslensku þjóðlögin sem þeir hafa verið að spila síðustu tíu ár eru mörg hver á sínum stað sem og lög eftir Björn Thoroddsen, en svo eru  lög eftir Gunnar Þórðarson sem hafa heyrst áður, en ekki í flutningi Guitar Islancio, lög eins og "Gaggó Vest",  "Ástarsæla"  og  "Harðsnúna Hanna".

Tríóið Guitar Islancio skipa þeir Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen sem leika á gítara og Jón Rafnsson kontrabassaleikari.

Aðgangseyrir kr.2.000,-  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.