Leynigos fyrir 35 árum

29.Október'08 | 10:22

Surtsey

Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi.
Surtseyjargosið hófst sem neðansjávargos árið 1963 og þegar því lauk stóð eftir ný eyja. Þrjár aðrar eyjar mynduðust einnig í gosinu en þær hurfu allar í hafið á ný. Vísindamenn hafa almennt litið á gosið á Heimaey sem framhald Surtseyargossins. En þriðja gosið varð á Vestmannaeyjasvæðinu ef marka lista á má heimasíðu Veðurstofunnar yfir eldgos á Íslandi. Þar er skráð neðansjávargos um 5 kílómetra undan ströndinni við Landeyjar vorið 1973. Heimildin er grein Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings í Náttúrufræðingnum, byggð á frásögn skipstjóra, sem sá þann 26. maí, meðan Heimaeyjargosið stóð enn yfir, ýmis merki sem bentu til að eldgos væri einnig í gangi á hafsbotni dýpst í álnum norðnorðaustur af Elliðaey. Þarna var ólgandi sjór og dauðir fiskar.

Nýjasta tækni botnsjármynda gæti gefið betri svör en mynd af svæðinu í kringum Surtsey sýnir glöggt leifarnar af hinum eyjunum, Jólni, Syrtlingi og Surtlu. Sjálf Surtsey er táknuð sem hvít á lit en sjá má neðansjávarhryggi þar sem hinar eyjarnar voru. Slík mynd af álnum milli lands og Eyja gæti kannski svarað því hvort þar varð neðansjávargos fyrir 35 árum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.