Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

27.Október'08 | 17:00

Lögreglan,

Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en undanfarnar vikur. Lögreglan þurfti þó að sinna nokkrum útköllum vegna þess óveðurs sem gekk yfir landið aðfaranótt 24. október sl., en m.a. höfðu þrjú skip losnað en í öllum tilvikum tókst að koma í veg fyrir tjón. Auk þess aðstoðaði lögreglan, að vanda, gesti skemmtistaða bæjarins sem í einhverjum tilvikum höfðu fengið sér heldur duglega neðan í því.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hún átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt laugardags. Þarna hafði orðið ágreiningur á milli tveggja manna sem endaði með því að annar sló hinn með þeim afleiðingum að sá er fyrir högginu varð hlaut sár af. Ekki var um alvarlega áverka að ræða. Aðfaranótt 26. október sl. var lögreglu tilkynnt um eld í vörubrettum sem voru inni á svæði Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja. Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst er að eldsupptök eru af mannavöldum en engar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um hver eða hverjir þarna voru að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um það hverjir hafi hugsanlega verið þarna. Tvær kærur ligga fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöeglag lagningu bifreiða í Skvísusundi.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.