Óvíst með Margréti Láru

25.Október'08 | 06:50
 ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því írska í Dublin á morgun kl. 15 í fyrri umspilsleiknum um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi á næsta ári.

Landsliðið hélt til Írlands í fyrradag og æfði tvívegis í gær, og segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson leikmannahópinn í góðu standi þrátt fyrir smáskakkaföll en markamaskínurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar tæpar fyrir leikinn. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur hins vegar hrist af sér meiðsli og er klár í slaginn. 

„Staðan á hópnum er almennt fín en Margrét Lára fékk reyndar spark í sig á æfingu áðan. Hún fékk kælingu strax og það á eftir að skoða hana betur en ég á ekki von á að þetta sé alvarlegt. Hún verður líklega leikhæf. Leikmenn eru náttúrlega að láta finna fyrir sér á æfingum því það er mikil barátta um sæti í byrjunarliði. Rakel er líka smá spurningarmerki því hún fékk höfuðhögg fyrir nokkrum dögum og finnur fyrir svima, þannig að hún var ekki með á æfingu í dag [í gær]. Það verður bara að koma í ljós hvernig hún verður. Guðrún Sóley er hins vegar búin að vera með á fullu á æfingum og verður í standi," sagði Sigurður sem ætlar að leggja upp með sama 4-5-1-leikkerfi og í leiknum við Frakkland á dögunum þó ljóst sé að breytingar verði á byrjunarliðinu.

Fyrir fram er íslenska liðið talið sigurstranglegra en það írska, sem er í 17. sæti Evrópuliða á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins á meðan Ísland er í því ellefta. Sigurður Ragnar vill þó hafa varann á.

„Þær eru með góðan markvörð og verjast mjög vel sem lið. Innan liðsins eru fjórir leikmenn frá Arsenal og þetta er bara lið sem er mjög vel skipulagt. Við mætum þeim af fullum krafti, það er ekki spurning. Írarnir eru búnir að gefa það út að þetta sé stærsti leikur írskrar kvennaknattspyrnu þannig að þær munu koma mjög ákveðnar til leiks," sagði Sigurður Ragnar. Hann segir aðstæður á Írlandi þolanlegar þó að kalt sé í veðri, þar snjói alla vega ekki eins og hér heima.

Líklegt byrjunarlið
Tvo mikilvæga leikmenn vantar í liðið frá því í Frakkaleiknum í síðasta mánuði en Þóra B. Helgadóttir markvörður er með einkirningasótt og Dóra Stefánsdóttir tekur út leikbann. Líklegt byrjunarlið er því þannig skipað: María B. Ágústsdóttir - Ásta Árnadóttir, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Dóra M. Lárusdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Sara B. Gunnarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).