Kostnaður við aðgerðaráætlun Vestmannaeyjabæjar um 30 milljónir

21.Október'08 | 11:43
Í síðustu samþykkti bæjarráð metnaðarfulla aðgerðaráætlun vegna stöðu efnahagsmála á Íslandi og er Vestmannaeyjar fyrsta sveitafélagið sem ríður á vaðið og setur fram aðgerðaráætlun til að vernda stöðu íbúa sinna.
Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Elliða Vignisson, bæjarstjóra vegna þessa og birtum við svörin hans hér að neðan:

Í síðustu viku samþykkti bæjarráð metnaðarfullar tillögur í aðgerðaráætlun til 1.maí 2009 vegna stöðunnar á fjármálamörkuðum landsins. Hver er heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna þessara aðgerðaráætlunar?
Áætlaður kostnaður fyrir fyrstu 6 mánuðina er á bilinu 15 til 20 milljónir.  Árskostnaður væntanlega um 30 milljónir.  Þetta er af sjálfsögðu mikið fé sem varið er í aðgerðaráætlun en þeim peningum sem fara í að bætta aðgengi barna og fjölskyldufólks að þjónustu er vel varið.  Seinustu tvö ár höfum við hagrætt mikið í rekstri bæjarfélagsins og því teljum við okkur nú geta létt álögum á bæjarbúa.  Hið opinbera á alltaf að gæta aðhalds í rekstri og létta þannig á buddunni hjá íbúum.  Nú þegar kreppir að þá ber okkur að freista þess að létta höggið fyrir bæjarbúa eftir fremsta megni.

Aðgerðaráætlunin er sérstaklega beint að börnum og eldri borgurum en ekki eru minnkaða álögur á fyrirtæki í eyjum, geta eigendur fyrirtækja átt von á einhveri aðgerðaráætlun svipaðri og bæjarráðs samþykkti nýverið?
Þessi spurning ber með sér mikinn og djúpstæðan misskilning.  Í fyrsta lagi þá þrífast fyrirtæki ekki án starfsmanna og ef bæjarfélagið hefur ekki metnað fyrir því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu þá hafa fyrritækin ekki starfsmenn.  Þannig skilar bætt þjónusta við bæjarbúa sér alltaf til fyrirtækjanna.  Í öðrulagi þá eru eigendur fyrirtækja einnig bæjarbúar og njóta því almennra aðgerða til jafns á við aðra.  Loka misskilningurinn er svo sá að bæjarfélagið sé með álögur á fyrirtæki.  Fyrir nokkuð mörgum árum voru svo kölluð aðstöðugjöld afnumin og einu álögurnar sem bæjarfélög leggja á fyrirtæki eru fasteignagjöld og slík álagning er lögbundin.  Svo náttúrulega innheimtum við sorphirðugjöld og seljum þeim þjónustu af ýmsu  tagi.  Tekjur af þessari þjónustu standa alla jafnan og í besta falli undir kostnaði.  Bæjarfélögin eru sem sagt ekki með neina skatta á fyrirtæki.  Þetta er einmitt eitt af því sem ég hef bent á í umræðunni um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.  Í stað þess að horfa til þess að bæjarfélög fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti þá myndi ég vilja að þau fengju hlutdeild í beinum sköttum á fyrirtæki.  Þannig gætum við verið með ívilnandi aðgerðir þegar þannig bæri undir.

Á fundi fræðslu- og menningarráðs í síðustu viku kom fram að leikskólar Vestmannaeyjabæjar verða reknir með halla á þessu ári hefur það áhrif á ákvörðun bæjarráðs að lækka leikskólagjöld um 9-10%?
Auðvitað gæti slíkt haft áhrif.  Við erum alltaf að reyna að lækka kostnað við rekstur til þess að bæjarbúar þurfi að borga minna fyrir þjónustuna.  Rekstrarkostnaður lendir alltaf á bæjarbúum með einum eða öðrum hætti.

Þegar kreppir að í samfélaginu horfir fólk oft til landsbyggðarinnar sem fýsilegan búsettu kost, ætlar Vestmannaeyjabæjar að fara í aukna markaðssetningu á sveitafélaginu og reyna að ná til fleirum til eyja?
Það er mikil einföldun ef einhver heldur að það sé nóg að birta heilsíðu auglýsingu og þá velji fólk að taka upp fjölskylduna og flytja í viðkomandi bæjarfélag.  Ef svo væri þá værum við með heilsa síðu í hverju blaði og leikna auglýsingu á undan Dagvaktinni. Sveitarfélög sum hver hafa reynt þetta.  Besta markaðsetning á sveitarfélagi eru ánægðir íbúar, öflugt atvinnulíf og sterk samfélagskennd.  Það er markaðsetningin sem við ætlum að halda áfram að stefna á.  Ég dreg hinsvegar ekki fjöður yfir það að við ætlum að leggja höfuð áherslu á að stöðva fólksflótta héðan og helst að fá unga fólkið okkar heim aftur.  Sagan hefur sýnt okkur að þegar kreppir í borgarsafélaginu þá vænkast oft hluti landsbyggðarinnar. 

Á síðasta ári seldi Vestmannaeyjabær hlutafé sitt í Hitaveitu Suðurnesja, væri Vestmannaeyjabær í stakk búið að setja af stað aðgerðaráætlunina sem samþykkt var í síðustu viku ef að þeirra fjármuna sem salan á hlutafé HS skilað bænum?
Já það værum við.  Þessi aðgerðaráætlun hefur ekkert að gera með söluhagnað af HS.  Þær hagræðingaraðgerðir sem gripið hefur verið til á seinustu árum hafa skilað okkur betur reknum einingum.  Yfirmenn allra stofna og starfsmenn almennt eru mjög rekstrarmeðvitaðir og vilja veita hámarks þjónustu fyrir lágmarkskostnað.  Það er það sem bæjarbúar fá nú að njóta.  Hvað varðar söluhagnaðinn af HS þá er afar mikilvægt fyrir okkur Vestmannaeyinga að slátra ekki þeirri gullgæs sem fjárfestingarsjóður okkar er og því hyggjumst við ekki ganga á höfuðstólinn.  Hinsvegar komum við til með að framkvæma fyrir vextina og fyrst á dagskrá er nýtt útivistarsvæði við íþróttamiðstöðina, í kjölfarið koma svo knattspyrnuhús og viðbygging við safnahúsið (Sagnheima) sem er hluti af framkvæmdum við menningarhús.  Miðbærinn verður byggður upp, háskólasetrið eflt til muna og þannig mætti áfram telja.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).