Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu um helgina

20.Október'08 | 18:00

Lögreglan,

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og töluverður erill í kringum skemmtistaði bæjarins.  Auk tveggja líkamsárása sem tilkynntar voru til lögreglu var lögreglan í tvígang kölluð að veitingastaðnum Lundanum vegna átaka þar fyrir utan. Hins vegar liggja ekki fyrir kærur í þeim tilvikum en einhver meiðsl voru samt sem áður á þeim sem þarna áttu hlut að máli.  Þá þurfti lögreglan, að venju, að aðstoða fólk til síns heima vegna ölvunarástands þess.

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu um helgina. Fyrri árásin átti sér stað aðfaranótt 18. október sl. að talið er fyrir utan Vestmannabraut 62. Þarna hafði karlmaður á þrítugsaldri orðið fyrir árás að því er virðist að tilefnislausu.  Maðurinn hlaut áverka á neðri vör en var annars ekki alvarlega slasaður.

Seinni árásin átti sér stað aðfaranótt 19. október sl. í heimahúsi en þarna hafði stúlka um tvítugt orðið fyrir árás.  Stúlkan mun hafa verið slegin í andlit með þeim afleiðingum að hún varð bólgin á eftir auk þess sem hún hlaut blóðnasir. 

Einn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á peningum og sælgæti úr versluninni Miðstöðinni v/ Strandveg.   Er talið að þeir sem þarna hafi verið að verki hafi í þrígang farið inn í verslunina í þeim tilgangi að ná sér í verðmæti.  Ekki er ljóst hverjir þarna voru að verki.

Aðfaranótt 18. október sl. var lögreglu tilkynnt um lausan eld á lausum vörubifreiðapalli, en pallurinn er staðsettur við Fellaveg sunnan Helgafells.  Kveikt hafði verið í timbri sem var á pallinum.  Ekki var um mikinn eld að ræða og náðu lögreglumenn að slökkva hann með handslökkvitæki. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki.

Aðfaranótt 19. október sl.var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í húsi að Vesturvegi.  Þarna hafði flösku verið hent í eina rúðun þannig að rúðan brotnaði.  Sá er kastaði flöskunni viðurkenndi brot sitt og gaf þá skýringu að hann væri ósáttur við húsráðanda.

 

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.