Ólafur Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi

17.Október'08 | 07:47

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Helgina 17.-19. október heldur Sögusetur - 1627 sína fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu í Vestmannaeyjum. Viðfangsefni ráðstefnunnar er annars vegar stofnun og starfræksla söguseturs í kringum Tyrkjaránið og hins vegar að skapa íslenskri þekkingu og rannsóknum á þessum merka atburði, stað í alþjóðlegri umræðu um sambærileg rannsóknarefni.

Fyrirlestrar um sögusetur fara fram að morgni laugardagsins og verða þeir allir fluttir á íslensku. Hinn alþjóðlegi hluti ráðstefnunnar tekur síðan við eftir hádegi og verða fyrirlestrar á ensku.

Fyrirlestrarnir verða öllum opnir og aðgangur ókeypis. Mælst er til þess að gestir skrái sig til þátttöku og hafa skráðir þátttakendur forgang að sætum. Þeim sem ekki hafa skráð sig er þó velkomið að sitja ráðstefnuna ef húsrúm leyfir.

www.1627.is

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.