Nú þegar kreppir að á Íslandi munum við hjá Vestmannaeyjabæ slá skjaldborg um íbúa

16.Október'08 | 10:08
Í gær sendi bæjarráð Vestmannaeyja frá sér metnaðarfulla aðgerðaráætlun vegna stöðu efnahagsmála í landinu.
Vestmannaeyjabær stendur vel og grunnur að því er sala á hlutabréfum Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári en þeir fjármunir eru undirstaðan í góðri stöðu sveitafélagsins. Vestmannaeyjabær hefur t.d. greitt niður erlendar skuldir sínar og við núverandi ástand má segja að þar hafi sveitafélagið sparað sér tugi milljóna.

Eyjar.net hafði samband við Elliða Vignisson, bæjarstjóra og spurðum við hann út í aðgerðaráætlun Vestmannaeyjabæjar.

"Hugmyndin að baki aðgerðaráætlunarinnar er að milda áhrif áfallsins í efnahagsmálum hér í Eyjum.  Við teljum okkur hafa svigrúm til að ráðast í þessar aðgerðir þar sem mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri á seinustu tveimur árum.  Við höfum náð mikilli hagræðingu í rekstri og stefna okkar er sú að skila alltaf hagræðingu til baka til bæjarbúa.  Nú þegar kreppir að á Íslandi munum við hjá Vestmannaeyjabæ slá skjaldborg um íbúa hvað velferðakerfið varðar og mæta þyngri rekstri heimila með lækkunum á gjaldskrám.  "

"Þá teljum við einnig afar mikilvægt að auka framboð á fræðslu og hverskonar uppbyggjandi efni.  Von okkar og trú er að bæjarbúar og fyrirtæki leggist á árarnar með okkur í þeirri viðleitni að standa vörð um grunn gildi okkar jafnvel þótt eitthvað harðni á dalnum tímabundið.  Eins og aðgerðaráætlun okkar sýnir þá ætlum við hjá Vestmannaeyjabæ okkur áfram að vera fremst meðal jafningja hvað varðar umhverfi barna og fjölskylda þeirra." segir Elliði

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.