Mistökin áttu sér ekki stað í Eyjum

16.Október'08 | 17:27
Vegna frétta síðustu daga af mistökum vegna hjartaþræðingar Elliða Vignissonar, í sjónvarpi og prent- og netmiðlum vill Heil­brigðisstofnunin Vestmannaeyjum koma eftirfarandi á framfæri:
Mistökin með merkingu sýna voru gerð á Rannsóknastofu Landspít­alans, sem ollu því að rangar upplýsingar bárust læknum hér við stofnunina. Allur fram­gangur starfsfólks við HSV var í sam­ræmi við þær upplýsingar sem það hafði undir höndum.Þessi árétting er gerð vegna þess að starfsfólki HSV hefur undanfarna daga verið legið á hálsi fyrir þessi mistök sem það á engan þátt í. Þvert á móti gegndi það störfum sínum óaðfinnanlega og veitti bestu þjónustu sem möguleiki var á.

Að öðru leyti munum við ekki tjá okkur frekar um þetta mál enda bundin þagnarskyldu um allt sem að því snýr að undanskildu því sem aðilar sjálfir hafa kosið að fara með í fjölmiðla.

Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum,
Gunnar K. Gunnarsson.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).