Gert er ráð fyrir 9 til 10% lækkun leikskólagjalda

15.Október'08 | 15:17

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði í dag á fundi sínum um váglega stöðu á fjármálamarkaði og áföll í hinu íslenska hagkerfi. Bæjaráð leggur til 15 atriði sem aðgerðaráætlun vegna stöðu mála í efnhagslífinu. Ályktun bæjarráðs og aðgerðaráætlunina má lesa hér að neðan:

Atburðir síðustu vikna og daga á fjármálamörkuðum bera vott um þann mikla óstöðugleika sem einkennir alþjóðleg fjármálakerfi um þessar mundir. Stórar fjármálastofnanir hafa fallið og ríkisstjórnir hafa setið á rökstólum um aðgerðir víða um heim. Ríkisstjórn Íslands leitar nú allra leiða til að takast á við þennan vanda.  Vestmannaeyjabær fer ekki, frekar en önnur sveitarfélög, varhluta af þeim viðsnúningi sem orðið hefur á efnahagslífi þjóðarinnar.  Sex mánaða uppgjörið sýndi mörg jákvæð teikn en nú rúmum 3 mánuðum seinna er ljóst að víða verður um framúrkeyrslur að ræða.  Eftir sem áður er Vestmannaeyjabær vel rekin og býr yfir miklum fjárhagslegum styrk. Eiginfjárhlutfallið er hátt, skuldsetning er lítil og lausafjárstaðan er góð.  Í þeim þrengingum sem nú blasa við íslensku efnahagslífi kunna þetta að verða þeir þættir sem skilja milli feigs og ófeigs. 

Bæjarráð fullvissar bæjarbúa um að sú mikla þjónusta sem Vestmannaeyjabær er þekktur fyrir er til staðar og verður til staðar.

Vestmannaeyjabær er velrekið og sterkt sveitarfélag enda tekjur þess fyrst og fremst fengnar í gegnum öflugan sjávarútveg. Það ásamt eignasölu hefur búið til sterkan fjárfestingasjóð hjá bæjarfélaginu. Embættismenn hafa, í samvinnu við pólitískafulltrúa, verið vökul í fjárstýringunni og þannig tekist að sigla milli skers og báru í umróti seinustu daga.  Allir fjárfestingasjóðir Vestmannaeyjabæjar eru í dag varðir af Tryggingasjóði innistæðueigenda rétt eins og almenn innlán sparifjáreigenda.

Þótt yfirstandandi erfiðleikar nái til Vestmannaeyja eins og annara bæjarfélaga þá minnir bæjarráð Vestmannaeyja á að sagan hefur kennt okkur að þegar harðnar á dalnum í borgarumhverfinu vænkast gjarnan hagur landsbyggðarinnar. Vestmannaeyingar tóku lítin þátt í þenslu seinustu ára og því verður samdrátturinn hér minni. Traustar undirstöður í sjávarútvegi, rekstrarlega sterkur bæjarsjóður og ómældur mannauður gefa Eyjamönnum ástæðu til að vera bjartsýn á framtíðina í Vestmannaeyjum. Við Eyjamenn þekkjum mikilvægi samstöðu og einingar á erfiðum tímum. Með slík vopn í hendi þarf ekki að óttast snarpa baráttu.

Til að mæta fyrirséðum þrengingum fjölskylda og eldriborgara samþykkir bæjarráð eftirfarandi aðgerðaáætlun sem nær frá 1. nóvember 2008 til 1. maí 2009:

1.       Staðið verður vörð um velferðarþjónustu í Vestmannaeyjum.
2.       Gjaldskrár á velferðasviði Vestmannaeyjabæjar (svo sem gjaldskrá Frístundavers, Tónlistaskóla, Heimilisþjónustu og leiguverð félagslegs húsnæðis) verða ekki hækkaðar umfram vísitölu næstu 6 mánuðina.
3.       Leikskólagjöld verða færð niður fyrir landsmeðaltal frá og með næstu mánaðamótum.  Gert er ráð fyrir 9 til 10% lækkun leikskólagjalda.
4.       Gjaldskrá Frístundaversins í Þórsheimili verður haldið fyrir neðan landsmeðaltal.
5.       Niðurgreiðslur vegna fæðisgjalda í grunnskóla verða auknar.
6.       Tekið verður upp styrktarkerfi fyrir börn sem njóta þjónustu dagmæðra og stefnt að því að niðurgreiða slíka þjónustu allt frá 12 mánaða aldri.
7.       Öllum bæjarbúum verður boðið gjaldfrjálst aðgengi að söfnum í rekstri Vestmannaeyjabæjar.
8.       Styrkur til félags eldriborgara verður hækkaður um 50%
9.       Öllum börnum í Vestmannaeyjum (yngri en 18 ára) verður boðið gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug Vestmannaeyja.
10.    Til að mæta samdrætti hjá styrktaraðilum verða íþróttafélögum veitir viðbótarstyrkir sem alls nema 5.500.000.  Styrkurinn er ætlaður í barna og unglingastarf og skal reiknaður út frá sömu hlutföllum og rekstrarstyrkir til íþróttafélaganna.  Styrkir þessir eru háðir því skilyrði að æfingagjöld hækki ekki á næstu 6 mánuðum.
11.    Víki áætlaður framkvæmdarkostnaður verklegraframkvæmda verulega frá áætlunum og samþykktum verða tímasetningar þeirra endurskoðaðar.
12.    Unnið verður með Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöð að fræðslu- og námskeiðahaldi hvað varðar fjármál, uppeldi og sjálfsstyrkingu.
13.    Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða öflugri félagsþjónustu og verður aukin áhersla lögð á hverskonar ráðgjöf hvað varðar fjárhagsleg málefni og málefni fjölskylda.
14.    Í samvinnu við Sparisjóð Vestmannaeyja og Deloitte býður Vestmannaeyjabær einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum upp á fjármálalega ráðgjöf.  Ráðgjafinn verður staðsettur í útibúi Sparisjóðs Vestmannaeyja og sinnir ráðgjöf á opnunartíma Sparisjóðsins.
15.    Allra leiða verður leitað til að ná niður kostnaði við rekstur Vestmannaeyjabæjar.  Eftirlit með rekstri stofnanna verður aukið, dregið verður úr yfirvinnu eftir föngum, unnið verður eftir innkaupastefnu með það fyrir augum að ná fram sparnaði og þannig mætti áfram telja

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.