Í þræðingu með hraði

14.Október'08 | 06:38
ÞAÐ alvarlega við þessi mistök var að maður sem var í raun hjartveikur skyldi vera sendur heim af spítalanum í stað mín," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem var fyrir mistök sendur með hraði í hjartaþræðingu um helgina - á grundvelli ruglings á blóðprufum hans og annars sjúklings á spítalanum í Eyjum. Sá fór heim til sín, enda talinn hinn hraustasti með blóðprufu Elliða því til sönnunar.

Aðdragandi málsins var sá að Elliði, sem hefur meðfæddan hjartagalla, fann fyrir verk fyrir brjósti á fimmtudag og fór á spítalann í Eyjum til að láta athuga sig. „Ég var í rannsóknum þá um kvöldið og blóðprufa var send til Reykjavíkur til frekari skoðunar," segir hann. „Niðurstöðurnar komu eftir hádegi daginn eftir og sýndu að í blóðinu voru hjartaensím sem bentu til þess að komið væri drep í hjartavöðvann með yfirvofandi hættu á kransæðastíflu."

„Ég var því sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og í sjúkrabíl með forgangsljósum á Landspítalann þar sem mín beið bráðahjartaþræðing. Það fannst hins vegar ekkert í kransæðunum en um kvöldið uppgötvaðist að ruglast hafði verið á blóðprufu úr mér og öðrum hjartasjúklingi á spítalanum í Eyjum. Mistökin áttu sér stað á Landspítalanum þegar glös með nöfnum okkar beggja voru strikamerkt."


Hefði getað haft mun alvarlegri afleiðingar
Af hinum sjúklingnum er það að frétta að hann var kominn í meðferð á ný áður en Elliði sneri aftur til Eyja á sunnudag. „Þetta hefði getað haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér," bendir hann á. „Á mig hafði þetta þau áhrif að ég sit eftir með nokkur nálaför á búknum og væna marbletti. Það verður heldur ekki litið framhjá því að aukakostnaður vegna svona mistaka hlýtur að vera 1-2 milljónir króna vegna sjúkraflugs, aðgerðar og spítalalegu."
Elliði hefur óskað eftir því að málið verði rannsakað nánar til að fyrirbyggja önnur svipuð mistök.

Hraustur Bæjarstjórinn var
óvart hjartaþræddur þegar
hann átti bara að vera
heima hjá sér.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.