Stefna Vestmannaeyjabæjar er að veita íbúum ávalt hámarks þjónustu og þá sérstaklega hvað varðar börn, unglinga og fjölskyldur þeirra

13.Október'08 | 17:38

Í dag sendi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum bréf á Geir Þorsteinsson, formann KSÍ vegna skilyrða KSÍ um aðstöðu áhorfenda í Vestmannaeyjum og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna efnahagsaðstæðna.
Bréf Elliða má lesa hér:

Formaður KSÍ
Geir Þorsteinsson

Vísað er til afrits af bréfi, dagsettu 20. ágúst.  Þar voru ítrekaður mótareglur KSÍ þess efnis að ekki fáist leyfi til að spila leiki í Landsbankadeild karla í Vestmannaeyjum nema að uppfylltum skilyrðum um aðstöðu áhorfenda og bent á að núverandi aðstaða við Hásteinsvöll uppfylli ekki kröfur leyfiskerfis KSÍ.  Frá því að það bréf var sent hefur landslag íslensks þjóðlífs breyst meira en nokkur gat gert sér í hugarlund.

Í kvöldfréttum RUV 09. október var viðtal við formenn HSÍ, KSÍ og KKÍ.  Megin inntakið í orðum formanna var hvatning til forráðamanna íþróttafélaga um að nú á tímum yfirvofandi efnahagslegra þrenginga bæri að leggja höfuðáherslu á grasrótastarf og þá ekki síst starf yngriflokka.  Vestmannaeyjabær fagnar yfirlýsingunni og tekur undir þá ábyrgu afstöðu sem í henni felst.

Vestmannaeyjabær vinnur nú að kortlagningu á áhrifum þrenginganna á hagkerfi og mannlíf í Vestmannaeyjum.  Fyrirséð er að fjölskyldur í landinu koma til með að finna fyrir erfiðara árferði á margvíslegan hátt og ljóst að víða sverfur að.  Stefna Vestmannaeyjabæjar er að veita íbúum ávalt hámarks þjónustu og þá sérstaklega hvað varðar börn, unglinga og fjölskyldur þeirra.  Vilji Vestmannaeyjabæjar er að styðja við bakið á fjölskyldufólki og á það ekki hvað síst við um íþróttastarf barna og ungmenna.  Þá eru einnig sterkar líkur fyrir því að sérstaklega þurfi að huga að rekstrarlegri stöðu íþróttafélaga til að mynda sökum þess að margir af stræstu stuðningsaðilum eru nú gjaldþrota.

Til að átta okkur á getu okkar til slíks er brýnt að fá upplýsingar um það hvort stjórnir sérsambandanna koma til með að víkja frá fjárfrekum kröfum um uppbyggingu á aðstöðu sem ekki nýtist beint fyrir grasrótina.  Slíkt væri í samræmi við þá áherslu sem fram kom í fyrrgreindum viðtölum við formenn í kvöldfréttum 09. október og myndi auðvelda bæjarfélögum að styðja rekstrarlega við bakið á íþróttafélögum.

Ég óska hér með eftir upplýsingum um það hvort KSÍ hyggst í ljósi efnahagslegra þrenginga láta af kröfum um yfirbyggða stúku fyrir áhorfendur og heimila ÍBV þátttöku í úrvalsdeild, eins og þeir hafa áskilið sér rétt til, og þar með til að leika á glæsilegum heimavelli sínum við núverandi aðstæður.

Enn fremur óska ég eftir stuðningi KSÍ við þá fyrirætlan Vestmannaeyjabæjar að mæta þrengingum fjölskyldufólks með því m.a. að stuðla að almennri þátttöku barna í íþróttum og þar með talið knattspyrnu.

Óskað er eftir svörum eins fljót og verða má.

Elliði Vignisson
Bæjarstjóri Vestmannaeyjum

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.