Opin Landakirkja og úrræði fólks í álagi fjármálakreppu

12.Október'08 | 08:13

Landakirkja

Landakirkja vekur athygli á bæn, íhugun og lofgjörð í helgihaldinu. Sálgæslu- og vaktsíminn er 488 1508, en sálgæslan er óháð trúarafstöðu. Þá eru hér upplýsingar um úrræði einsog Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Hjálparstarf kirkjunnar og Ráðgjafarstofu í fjármálum heimilanna, auk trúmálavefs kirkjunnar.

Sálgæsla getur verið góð leið til að ræða tilfinninga, hugsanir og vanda sem við stöndum stundum frammi fyrir. Sálgæslan er veitt án tillits til trúarafstöðu og óháð kirkjudeild.

Best er að hringja fyrst og ákveða tíma fyrir viðtal eða vitjun. Vaktsíminn er 488 1508 og flyst hringingin í farsíma prests í Vestmannaeyjum. Beinir símar sr. Kristjáns Björnssonar eru 856 1592 og 893 1607, og sr. Guðmundar Arnar Jónssonar, 848 1899.
 
Fyrir þá sem eru við tölvuna er sr. Kristján með netfangið klerkur@simnet.is og sr. Guðmundur Örn er með netfang prestur@landakirkja.is 
 
Djákni er einnig starfandi í Vestmannaeyjum á vegum Landakirkju, Fjölskyldusviðs Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Það er Guðný Bjarnadóttir með netfang djakni@landakirkja.is 
 
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir viðtalsþjónustu við fjölskyldur í erfiðleikum. Þangað geta allir leitað sem þess óska. Sími 528-4300. Vefur www.kirkjan.is/fjolskylduthjonustan.

Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar veitir félagslega og fjárhagslega aðstoð, meðal annars með matarúthlutun. Sími 528-4400. Vefur www.help.is.

Þá skal einnig bent á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún veitir fólki sem komið er í þrot með fjármál sín endurgjaldslausa ráðgjöf. Sími 551-4485. Vefur: www.rad.is.

Á vefnum www.trú.is er hægt að nálgast bænir og ritningarlestra sem tala inn í ólíkar aðstæður. Í Sálmabók kirkjunnar er að finna huggunarorð og bænavers. Sálmabókin er einnig aðgengileg á vefnum á www.tru.is/salmabok.
 
Á þessum árstíma er barnaguðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11 og messa eða guðsþjónusta kl. 14. Upplýsingar um annað helgihald er að finna á þessari heimasíðu og í kirkjudálki staðarblaðsins Frétta.

Tekið af www.landakirkja.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.