Fjárfestingasjóður Vestmannaeyjabæjar hefur ekki orðið fyrir tjóni

8.Október'08 | 15:06
Væringar seinustu daga hafa ekki farið framhjá nokkrum Íslendingi.  Eðlilega eru einstaklingar og fyrirtæki uggandi yfir sínum hag og spurningar um stöðu bæjarfélagsins í umrótinu vakna eðlilega hjá bæjarbúum.
Vestmannaeyjabær er velrekið og sterkt sveitarfélag enda tekjur þess fyrst og fremst fengnar í gegnum öflugan sjávarútveg. Það ásamt eignasölu hefur búið til sterkan fjárfestingasjóð hjá bæjarfélaginu. Embættismenn hafa, í samvinnu við pólitískafulltrúa, verið vakin og sofin í fjárstýringunni og þannig tekist að sigla milli skers og báru í umróti seinustu daga. Vissulega hefur stundum mátt litlu muna eins og þegar Vestmannaeyjabær fór út úr hlutabréfasjóðum og innleysti peningamarkaðsbréf. Hvoru tveggja væri í miklu uppnámi í dag. Þessi árvekni í bland við hreina lukku hefur tryggt að hingað til hefur fjárfestingasjóður Vestmannaeyjabæjar ekki orðið fyrir tjóni. Allir sjóðir Vestmannaeyjabæjar eru í dag varðir af Tryggingasjóði innistæðueigenda rétt eins og almenn innlán sparifjáreigenda. Vestmannaeyjabær mun áfram leita allra leiða til að gæta hagsmuna bæjarfélagsins í heild í viðsjárverðu umhverfi.

Þótt yfirstandandi erfiðleikar nái til Vestmannaeyja eins og annara bæjarfélaga þá skulum við vera minnug þess að sagan hefur kennt okkur að þegar harðnar á dalnum í borgarumhverfinu vænkast gjarnan hagur landsbyggðarinnar. Vestmannaeyjar tóku lítin þátt í þenslu seinustu ára og því er samdrátturinn minni. Traustar undirstöður í sjávarútvegi, rekstrarlega sterkur bæjarsjóður og ómældur mannauður gefa Eyjamönnum ástæðu til að vera bjartsýn á framtíðina í Vestmannaeyjum. Við Eyjamenn þekkjum mikilvægi samstöðu og einingar á erfiðum tímum. Með slík vopn í hendi þarf ekki að óttast snarpa baráttu.

Elliði Vignisson
bæjarstjóri

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).