Mezzoforte | Leikur á www.eyjar.net

6.Október'08 | 15:15
Nú styttist óðum í tónleika Mezzoforte, en þeir fara fram fimmtudaginn 9. október í Höllinni. Á föstudaginn byrjaði Eyjar.net með léttan og leikandi leik þar sem lesendum gefst kostur á að vinna sér inn miða á tónleikana ásamt árituðum geisladiski með Mezzoforte.
Á föstudaginn var spurt hvenær hljómsveitin var stofnuð og bárust fjölmörg svör. Mezzoforte var stofnuð árið 1977 og fagnar því þrjátíu og eins árs afmæli í ár.

Birna Björnsdóttir, Hrauntúni 67, var með rétt svar við spurningunni og fær að launum 1 miða á tónleikana ásamt árituðum geisladiski með Mezzoforte.

Leikurinn heldur áfram og fer þannig fram að á hverjum virkum degi klukkan 12:00 verður birt spurning sem tengist Mezzoforte. Eina sem lesendur þurfa að gera er að svara spurningunni og senda svarið á netfangið mezzoforte@heimaey.is ásamt fullu nafni og heimilsfangi.

Dregið verður úr réttum svörum fyrir miðnætti á hverjum degi og nafn vinningshafa birt að morgni daginn eftir á Eyjar.net, um leið verður ný spurning birt á vefnum.
Vinninganna verður síðan hægt að vitja í Sparisjóði Vestmannaeyja.

Spurning dagsins:
Hvað heitir hinn knái saxófónleikari Mezzoforte?

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -


Tónleikar Mezzoforte fara fram í Höllinni fimmtudaginn 9. október n.k. Húsið opnar klukkan 20 og hefjast tónleikar klukkan 21. Miðaverð er 2500 krónur.

Forsala er í fullum gangi í Sparisjóði Vestmannaeyja og er hægt að tryggja sér miða þar á 2000 krónur.
Vegna mikils áhuga hefur Flugfélag Íslands ákveðið að bjóða upp á pakkaferðir á tónleika Mezzoforte í Eyjum. Flug fram og tilbaka og miði á tónleikana kostar aðeins 9.900 krónur.

Einungis er hægt að bóka pakkaferðir hjá hópadeild Flugfélags Íslands og er hægt að fljúga til og frá Eyjum dagana 8. - 10. október. Til að bóka ferð er hægt að senda tölvupóst á netfangið hopadeild@flugfelag.is eða hringja í síma 570-3075.

Allar nánari upplýsingar um tónleikana er að finna á vefsíðunni www.heimaey.is/mezzoforte
Flugfélag Íslands og GuðjónÓ eru bakhjarlar tónleikanna.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.