Ferð með skipinu St. Ola.

6.Október'08 | 07:33

Karl Gauti

 Skákliðið fór með St. Ola til Eyja í kvöld eftir deildakeppnina í skák.  Hluti liðsins hafði ætlað að fljúga frá Bakkaflugvelli, en vegna veðurs var það ekki hægt.  Það er reyndar skrítið hve oft við erum í vandræðum með veður og ferðir eftir deildakeppnina, því síðast þegar við komum til Eyja í mars s.l. eftir seinni hlutann þá hafði snjó kyngt svo hrikalega niður í Eyjum að nánast var ófært milli húsa hér í Vestmannaeyjum.

Ferðin núna var mörgum erfið, skipið lagði ekki úr höfn fyrr en klukkan var langt gengin í níu og veðrið á leiðinni var vont og margir sjóveikir. Þá tafðist ferðin vegna veðurs og við vorum ekki komin í land í Eyjum fyrr en 00:45, en alla jafna leggst skipið að bryggju kl. 22:15.
St. Ola er skipið sem nú er í ferðum í stað Herjólfs, sem er í slipp. Maður heyrir á fólki að þetta sé betra skip en Herjólfur, betri stólar og rúmbetra á margan hátt. Það er furðulegt að hlusta á þetta með tilliti til þess að St. Ola er smíðað skömmu eftir 1970.
Til þess að komast um borð þarf að ganga utandyra um akstursleið inn í skipið af bryggjunni. Þetta gilti um alla farþega, smábörn sem gamalmenni !
Mikið finnst mér fólk hér í Vestmannaeyjum vera nægjusamt. Hér hefur ekki verið bruðlað hægri vinstri, það er auðsjáanlegt. Ég held að margir myndu ekki stíga fæti á þessi skip, enda koma þessir svokölluðu ráðamenn ekki til Eyja, nema flugfært sé.
Þetta leiðir hins vegar hugann að bankakreppunni og hennar raunverulegu orsökum, það væri ömurleg (og óásættanleg) niðurstaða ef venjulegt fólk, sem í engu hefur bruðlað, verði látið á einhvern hátt, borga brúsann fyrir óráðsíu og frammúrkeyrslu meðal bankamanna og "útrásarvíkinganna" hér í landinu. Sem hafa haft græðgina eina að leiðarljósi og þá aðallega til að fylla í eigin vasa.

 

http://eyjapeyji.blog.is/blog/ 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.