Bæjarráð lýsir sig tilbúið að reka gjaldfrjálst og öflugt kerfi almenningssamgangna í eyjum

3.Október'08 | 09:45

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Á fundi bæjarráðs þann þriðjudaginn 30.september síðast liðinn var tekið fyrir bréf þar sem Vestmannaeyjabæ var boðið að kaupa nemakort í Strætó.

Sveitafélögum býðst nú að kaupa þessi svokölluðu nemakort á 31.000 kr. fyrir hvern nemenda sem stundar nám á höfuðborgarsvæðinu og myndi nemakortið tryggja honum frítt í Strætó. Bæjarráð hafnaði erindinu og lýsti furðu sinni með það að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skuli með tilgreindum aðgerðum ekki axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér hýsingu á ráðandi hluta ríkisstofnana.

Ályktun bæjarráðs er svohljóðandi:
Stærstu menntastofnanir landsins eru staðsettar í höfuðborginni og draga þannig til sín nemendur af öllu landinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hagnast gríðarlega á því að unga fólkið skuli stunda þar nám, bæði fjárhagslega og ekki síður vegna þess mannauðs sem í hópnum er falinn. Það er hagur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að allar helstu ríkisreknu menntastofnanir landsins skuli vera staðsettar þar og þarf ekki að fjölyrða um þau áhrif sem slíkt hefur bæði á höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Það hlýtur að vera réttmæt ábending að minna á skyldur höfuðborgar gagnvart íbúum landsins sem kristallast í þessu máli. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu að þau endurskoði ákvörðun sína og veiti öllum nemendum landsins, óháð lögheimili, gjaldfrjálsan aðgang að Strætó.
 
Enn fremur lýsir bæjarráð Vestmannaeyja sig reiðbúið til að reka gjaldfrjálst og öflugt kerfi almenningssamgangna í Vestmannaeyjum að því gefnu að Háskóli Íslands og aðrar helstu ríkisreknar menntastofnanir verði fluttar af höfuðborgarsvæðinu til Vestmannaeyja.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.