Mezzoforte tekur upp nýja plötu

2.Október'08 | 07:36

mezzoforte

Hljómsveitin Mezzoforte mun á næstu dögum verða sett í sjálfskipaða einangrunarvist í Vestmannaeyjum. Tilgangurinn er að taka upp nýja plötu en einnig mun sveitin leika á stórtónleikum í Eyjum.

„Við ætlum að fara í nýja stúdíóið í Eyjum og taka upp nýtt efni sem var unnið núna í vor," segir Gunnlaugur Briem, liðsmaður Mezzoforte, en hljómsveitarmeðlimir hyggjast loka sig inni í heila viku í Vestmannaeyjum á meðan upptökur á nýju plötunni standa yfir.

Fjögur ár eru liðin síðan síðasta hljómplata Mezzoforte kom út og þetta ætti því að vera mikið fagnaðaefni fyrir fjölmarga aðdáendur sveitarinnar. „Við erum búnir að vera að túra með þá plötu núna non-stop í fjögur ár," segir Gunnlaugur.

Upptökur munu fara fram í nýju hljóðveri eyjarskeggja, Island Studios, en það er gömul kirkja sem hefur verið breytt í fyrsta flokks hljóðver.

Þó svo að Mezzoforte muni loka sig inni meðan á upptökum stendur þýðir það ekki að meðlimir fái ekki að kíkja aðeins út fyrir hússins dyr. Sveitin mun halda tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum 9. október og hafa Mezzofortemenn fengið Flugfélag Íslands í lið með sér fyrir tónleikana.
„Þeir koma að þessu með okkur og ætla að bjóða fólki í landi að fljúga á mjög góðum prís. Fólk fær miða á tónleikana og flug á eitthvað í kringum 9.000 krónur. Það er gjafprís myndi ég segja."

Forsala aðgöngumiða hefst í dag í Sparisjóði Vestmannaeyja en fyrir þá sem eru ekki svo lánsamir að búa í Eyjum er hægt að nálgast allar upplýsingar um tónleikana á www.heimaey.is/mezzoforte

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%