Ásgeir Sigurvinsson í vali um besta knattspyrnumann Íslands

2.Október'08 | 12:03

Ásgeir Sigurvinsson

Í sumar stóðu Stöð 2 Sport í samvinnu KSÍ fyrir framleiðslu á sjónvarpsþáttaröð um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946-2008.
Í október verður svo haldin mikil veisla þar sem knattspyrnumaður Íslands verður tilnefndur. Nú er hins vegar komið að almenningi að velja þennan knattspyrnumann á visir.is
Það kemur ekki mörgum á óvart að Ásgeir Sigurvinsson er á topp 10 listanum yfir bestu knattspyrnumenn Íslands enda náði Ásgeir frábærum árangri á sínum tíma. Um Ásgeir má lesa eftirfarandi á visir.is:
Ásgeir Sigurvinsson:
Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990. Varð þýskur meistari árið 1984, kjörinn besti leikmaður deildarinnar það árið og varð í 13. sæti í kjöri World Soccer um besta knattspyrnumann heimsins það árið. Átti glæstan landsliðsferil og er enn í dag minnst sem eins besta leikmanns Stuttgart frá upphafi.
Landsleikir/mörk: 45/5

Hægt er að kjósa hér knattspyrnumann Íslands hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.