Ásgeir Sigurvinsson í vali um besta knattspyrnumann Íslands

2.Október'08 | 12:03

Ásgeir Sigurvinsson

Í sumar stóðu Stöð 2 Sport í samvinnu KSÍ fyrir framleiðslu á sjónvarpsþáttaröð um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946-2008.
Í október verður svo haldin mikil veisla þar sem knattspyrnumaður Íslands verður tilnefndur. Nú er hins vegar komið að almenningi að velja þennan knattspyrnumann á visir.is
Það kemur ekki mörgum á óvart að Ásgeir Sigurvinsson er á topp 10 listanum yfir bestu knattspyrnumenn Íslands enda náði Ásgeir frábærum árangri á sínum tíma. Um Ásgeir má lesa eftirfarandi á visir.is:
Ásgeir Sigurvinsson:
Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990. Varð þýskur meistari árið 1984, kjörinn besti leikmaður deildarinnar það árið og varð í 13. sæti í kjöri World Soccer um besta knattspyrnumann heimsins það árið. Átti glæstan landsliðsferil og er enn í dag minnst sem eins besta leikmanns Stuttgart frá upphafi.
Landsleikir/mörk: 45/5

Hægt er að kjósa hér knattspyrnumann Íslands hér

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.