Allsherjar hippahelgi framundan í eyjum

1.Október'08 | 07:11

Rúnar Júl

Næstu helgi má segja að ást, kærleikur og friðarins boðskapur verði ríkjandi yfir vötnum í Vestmannaeyjum en þá verður tveggja daga hippahátíð í eyjum.

Á föstudeginum eru svokallaðir stórtónleikar hippatímans en meðal þeirra sem koma fram eru Lisa, Luggi og hárvillingarnir, Chris Foster og Bára Grím ásamt Hippabandinu, handbremsuhippinn Bjartmar Guðlaugsson og svo eru það Shady Owens og Rúnar Júl ásamt hippabandinu.

Á laugardeginum verður svo dansleikur sem hefst á miðnætti. Hippabandið, Papar og  DS Kinks coverband ásamt fleiri gestum frá stórtónleikum hippatímans leika fyrir dansi. Miðaverð á stórtónleika hippatímans og hippaballið er 2500 kr og fara báðir þessir viðburðir fram í Höllinni.

Hippabúð verður opin í Höllinni föstudaginn 3 október frá klukkan 13:00 og fram yfir tónleika. Einnig verður opið á laugardeginum milli 14:00 - 18:00. Í Hippabúðinni verða hippaföt og skartgripir á frábæru verði.

Heimasíða Hippahátíðarinnar er á slóðinni: http://hippinn.eyjar.is/

 

 

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).