Fab lab er smiðja ótal tækifæra

30.September'08 | 07:08

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Útskorin stofuborð, kubbar og húslíkön eru meðal þeirra hluta sem hafa litið dagsins ljós í Fab lab-smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum en hún opnaði dyr sínar í júlí. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið í smiðjuna og sumir margsinnis.

Iðnaðartæki færð nær fólki
,,Aðsóknin hefur verið mjög góð og það eru bæði einstaklingar og fyrirtæki sem koma," segir Frosti Gíslason, sem er verkefnastjóri Fab lab ásamt Smára McCarthy. Talsvert er til dæmis um hönnuði og listamenn, bæði þá sem vinna með leir og eins með gler. Fab lab, Fabrication laboratory, er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á persónumiðaðri framleiðslu, stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og að efla nýsköpun á Íslandi. Þá er líka ætlunin að efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja, menntastofnana og nemenda. Uppruna Fab lab má rekja til MIT-tækniháskólans í Bandaríkjunum og er þær nú að finna um allan heim.

Endalaus tækifæri
Frosti sagði að fólk væri bæði að koma til að búa sér til hluti til eigin nota en líka væri mikið um að fyrirtæki væru að smíða mót og frumgerðir, til dæmis húsgögn. Tilgangur smiðjunnar væri ekki að fjöldaframleiða heldur að frumgerðin gæti orðið grundvöllur að fjöldaframleiðslu annars staðar.

,,Þessi tæki sem við höfum hérna hafa verið til í iðnaðarfyrirtækjum en almenningur þekkir þau ekki. Við ætlum okkur að færa þau nær fólki," segir Frosti. Í smiðjunni er meðal annars að finna leysiskurðtæki, stóra og litla fræsivél og vínylskera. Fólk hefur verið að hanna sína eigin hluti í tölvu og síðan komið og búið þá til. Sem dæmi ná nefna púslkubba, minjagripi og smágerða tölvu en annar fræsarinn er meðal annars notaður til að skera út rafrásir. ,,Í smiðjunni getur margt stórkostlegt kviknað og tækifærin eru endalaus," segir Frosti.

Nánar er fjallað um málið í 24stundum í dag

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.