Hvert sé hið raunverulega frelsi til búsetu þegar ánægðustu íbúar landsins flytja frá Vestmannaeyjum í bæjarfélag á suðvesturhorninu?

29.September'08 | 07:18

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði þann 25.september síðastliðinn og var m.a. fjallað um niðurstöður ánægjuvogar Capacent og starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar.

Í síðustu viku fjallaði eyjar.net um ánægjulegar niðurstöður könnunar Capacent um ánægju íbúa 15 stærstu sveitafélaga landsins. 91.8% aðspurðra voru ánægður með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á en einungis 1.2% kváðust óánægðir.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja ályktaði eftirfarandi:
Bæjarstjórn telur niðurstöðurnar í samræmi við þann kraft og þá djörfung sem íbúar og atvinnulíf hefur sýnt seinustu tvö ár. Þá er einnig hverjum degi ljósara að niðurstöðurnar eru fyrst og fremst stór rós í hnappagat starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjórn vekur einnig athygli á því hversu undarlega háttar þegar íbúum í Vestmannaeyjum fækkar þegar þeir mælast meðal þeirra ánægðustu í landinu. Slíkt telur bæjarstjórn merki um að vitlaust sé gefið. Bæjarstjórn spyr því hvert sé hið raunverulega frelsi til búsetu þegar ánægðustu íbúar landsins flytja frá Vestmannaeyjum í bæjarfélag á suðvesturhorninu þar sem ánægjan er umtalsvert minni? Það er það sem öðru fremur viðheldur straumi á suðvesturhornið er opinber uppbygging á því svæði. Bæjarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands til að standa vörð um landsbyggðina og setja frelsi til búsetu efst á lista forgangsröðunar í byggðamálum.

Metnaður, kraftur og hollusta starfsfólks Vestmannaeyjabæjar er lykilill að farsælum rekstri
Vestmannaeyjabær vinnur nú að starfsmannastefnu fyrir bæinn en Vestmannaeyjabær er einn stærsti atvinnurekandinn í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórnin segir m.a. vilja axla þá ábyrgð sem slíku fylgir og leitast við að hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Það er viðhorf bæjarstjórnar að það sé ekki síst starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri bæjarfélagsins.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti starfsmannastefnuna og mun bæjarstjóri kynna stefnuna starfsfólki Vestmannaeyjabæjar áður en stefnan fer í dreifingu.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.