Hefur ekki áhrif á starfsemi Glitnis í Vestmannaeyjum

29.September'08 | 14:13

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að hið opinbera hefur eignast 75% hlut í Glitni.  Glitnir er annar tveggja bankastofnanna í Vestmannaeyjum og hefur um áratugaskeið rekið útibú á staðnum.

Sigurður Friðriksson, viðskiptastjóri einstaklinga, í útibúinu í Vestmannaeyjum, segir að þjónusta við viðskiptavini muni verða með óbreyttu sniði. Glitnir mun áfram leggja höfuðáherslu á að veita góða og öfluga þjónustu.  Þessi niðurstaða tryggir framtíð bankans og hagsmuni viðskiptavina og starfsfólks.

Við höfum fengið staðfestingu þess efnis að ekki sé fyrirhugað að ráðast í neinar breytingar á starfsemi bankans, hvorki útibúum né yfirstjórn Glitnis.
 
Glitnir hefur verið að skila góðum hagnaði á þessu ári. Grunnrekstur Glitnis er traustur og bankinn hefur á þessu ári lagt ríka áherslu á að auka tekjur af kjarnastarfsemi.  Ríkið er að koma inn í ljósi alvarlega aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem gert hefur það að verkum að lausafjárerfiðleikar hafa aukist verulega undanfarna daga.

Fjármögnun Glitnis hefur gengið vel á þessu ári þrátt fyrir afar erfiðar markaðsaðstæður  Viðburðir síðustu tveggja vikna á bandarískum og evrópskum fjármálamörkuðum hafa haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem gerbreyttu forsendum skammtíma fjármögnunar Glitnis.

Hvernig var andrúmsloftið í útibúinu í morgun?
Það var auðvitað tími í morgun sem var mjög erfiður.  Við fylgdumst með þessu í gegnum fjölmiðla eins og aðrir enda ekki hægt að tilkynna starfsmönnum breytinguna fyrr en búið væri að senda tilkynningu til kauphallar, og funda með stærstu hluthöfum bankans. 
En ég skynja það að starfsmönnum hér er létt enda hefur umhverfi í fjármálaheiminum, bæði hér á landi og á heimsvísu verið mjög erfitt.  

Við höfum séð banka erlendis verða gjaldþrota á síðustu dögum og vikum, en starfsemi Glitnis er tryggð með aðkomu ríkisins, þannig að viðskiptavinir Glitnis geta andað rólega með sín mál, sagði Sigurður.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.