Sér ekkert annað en blátt

26.September'08 | 12:02

Vídó

„Ég er bara venjuleg kona," segir Erla Eiríksdóttir Vídó, sem er 80 ára í dag. Í tilefni dagsins er hún með opið hús klukkan 15 til 18 í Akóges í Vestmannaeyjum og síðan ætlar stórfjölskyldan að borða saman kvöldverð. „Ég hef aldrei verið afmælisbarn og hefði helst ekki viljað halda upp á það en börnin tóku völdin," segir hún.

Erla hefur nóg fyrir stafni. „Ég fer alltaf inn á búðir aldraðra og er þar í handavinnu á daginn," segir hún. „Svo hef ég starfað mikið fyrir flokkinn og sé ekkert annað en blátt."

Erla er ánægð með bæjarstjórnina í Eyjum og verk hennar sem og árangur ÍBV í fótboltanum. Hún segist hafa verið dugleg að mæta á stjórnmálafundi og hafi sótt Landsþing Sjálfstæðisflokksins reglulega, en bakveiki komi í veg fyrir að hún fari á völlinn. „Ég þakka fyrir að komast á fundina hjá Flokknum," segir hún.

Allir í Vestmannaeyjum og víðar þekkja Erlu Vídó, en færri vita hvernig stendur á nafnbótinni. Eiginmaður hennar, Sigurgeir Ólafsson, sem andaðist fyrir um átta árum, var útgerðarmaður og fótboltamaður. Erla segir að margir hafi haldið að nafnið Vídó hafi tengst fótboltanum, en sannleikurinn sé sá að hann hafi í æsku átt heima á Víðivöllum og krakkarnir hafi því kallað hann Sigga á Vídó. „Það kannaðist enginn við mig nema ég hefði nafnið líka og þannig er það nú tilkomið," segir hún.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.