Mezzoforte á leið til Vestmannaeyja

26.September'08 | 12:06

mezzoforte

Hin goðsagnakennda hljómsveit Mezzoforte sækir Vestmannaeyjar heim í byrjun október. Tilefnið er að taka upp efni í nýju og glæsilegu stúdíói í Vestmannaeyjum - Island studios - ásamt því að blása til tónleika. Það er óhætt að segja að koma hljómsveitarinnar til Vestmannaeyja sé sannkallaður hvalreki á fjörur tónlistaráhugamanna.

Mezzoforte hefur frá stofnun árið 1977 leikið jazzbræðing af bestu gerð. Frá sveitinni hafa komið út 17 plötur, þar af 6 safnplötur. Ásamt því að koma fram á tónleikum í Höllinni 9. október n.k. er stefnan hjá Mezzoforteliðum að leggja drög að plötu í nýju hljóðverði - Island studios.
Í dag skipa Mezzoforte þrír af fjórum upprunalegum meðlimum hljómsveitarinnar, þeir Eyþór Gunnarsson, hljómborð, Jóhann Ásmundsson, bassa og Gunnlaugur Briem, trommur. Með þeim í hljómsveitinni eru einnig Óskar Guðjónsson, saxófónn, Sebastian Studnitzky, trompet og hljómborð og Bruno Mueller, gítar.

Mezzoforte hefur áður leikið á tónleikum í Vestmannaeyjum, en á velmerktarárum Mylluhóls léku Mezzoforteliðar í Eyjum. Það er því því fagnaðarefni fyrir tónlistaráhugamenn í Eyjum að berja þessa gosagnakenndu hljómsveit augum á ný.

Frægasta lag Mezzoforte er án vafa Garden Party kom út árið 1983 og gerði allt vitlaust í Bretlandi og víðar um heim. Sveitin hefur verið á tónleikaferð um Rússland, Þýskaland og Noreg á undanförnum vikum.

Tónleikarnir verða nánar auglýstir er nær dregur, en Eyjamenn eru hvattir til að taka fimmtudagskvöldið 9. október n.k. frá til að sjá eina af allra bestu hljómsveitum okkar Íslendinga.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.