Helliseyingar trufla flugumferð í eyjum

26.September'08 | 07:02

Viftan

Á miðvikudagskvöldið tóku sjálfsagt einhverjir eftir því að Myllan sem hefur staðið vaktina í Herjólfsdal var komin fyrir framan Höllina í tilefni Lundaballsins sem haldið verður á laugardagskvöldið.
Var Myllan sett í samband og ljósin tendruð á henni og tók Myllan sig vel út við hliðina á Höllinni. Í gær morgun fékk aftur á móti Magnús Bragason einn skipuleggjanda Lundaballsins símtal þar sem krafa var gerð um að slökkt yrði á ljósum Myllunnar. Embættismenn Vestmannaeyjabæjar höfðu þá um morguninn fengið símtal þar sem kvartað var yfir því að ljós Myllunnar trufluðu aðflug flugumferðar í Vestmannaeyjum.

Eyjar.net hafði samband við Magnús Bragason og staðfesti Magnús að þeir hafi fengið símtal þar sem þeir voru beðnir að slökkva á ljósum Myllunnar. Magnús sagði að þeir hefðu jafnframt fengið leyfi til að tendra ljósin á laugardagskvöldið þegar Lundaballið verður haldið. Vel hefur gengið hjá Helliseyingum að undirbúa ballið og yfir 500 hafa boðað komu sína á ballið.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.