Er Margrét Lára á leiðinni til Hollywood?

25.September'08 | 07:42
Fyrir einhverjum misserum síðan greindi Margrét Lára Viðarsdóttir frá því að hugur hennar stefndi  út fyrir landssteinana í atvinnumennsku.
Margrét Lára hefur síðustu ár leikið með Valsstúlkum og hefur liðið náð frábærum árangri, Margrét er einnig í landsliði Íslands í knattspyrnu og hefur Margrét spilað frábærlega fyrir land og þjóð og þeim vettvangi.

Nú er svo komið að lið Hollywood borgarinnar Los Angeles hefur fengið réttinn til að reyna að ná samningum við Margréti Láru um að leika með liðinu þar ytra. Fyrirkomulagið í Bandaríkjunum er þannig að deildin er skipuð sjö liðum og má hvert lið semja við fjóra erlenda leikmenn.
Nýverið var 28 bestu leikmönnum heims í knattspyrnu raðað niður á liðin og upphaflega fékk St. Louis rétt til að semja við Margréti Láru. St. Louis skipti síðan við Los Angeles liðið á samningsrétti Margrétar Láru og sænska leikmannsins Lottu Schelin.

Nú verður spennandi að sjá hvort að Margrét Lára verði leikmaður liðs í kvikmyndaborginni Hollywood á komandi tímabili.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.