91.8% aðspurða eru ánægðir með að búa í Vestmannaeyjum

25.September'08 | 12:19

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Þegar bráðabirgðaniðurstöður úr könnun Capasent um ánægju íbúa í 15 stærstu sveitafélögum landsins má sjá að íbúar Vestmannaeyja eru að langstærstum hluta ánægðir með sitt sveitafélag.
Ánægjuvogin er alltaf 50% eða yfir í öllum spurningum nema í einni spurningu en 43.9% eru ánægðir með skipulagsmál Vestmannaeyjabæjar.

Þegar þessar bráðabirgðaniðurstöður eru skoðað þá má finna það út að meðaltals ánægja íbúa Vestmannaeyjabæjar 68% yfir þessar tíu spurningar sem sendar voru út frá Capasent. Óánægja íbúa er samkvæmt þessum bráðabirgðaniðurstöðum er 13.7% að meðaltali.

Þegar Elliði Vignisson, bæjarstjóri er spurður út í þessar niðurstöðu og þá miklu ánægju sem virðist ríkja í Vestmannaeyjum þá hafði hann þetta að segja:
„Ég fagna auðvitað þessum niðurstöðunum en samkvæmt þeim svara 91.8.% aðspurðra að þeir séu ánægðir með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á.  Einungis 1,2% kváðust óánægðir.  Þar með eru íbúar Vestmannaeyja meðal þeirra ánægðustu á landinu.  Þegar maður skoðar niðurstöðurnar þá er margt sem vekur athygli til að mynda að Vestmannaeyjar sem nú eru meðal fjórðu vinsælustu sveitarfélagana skuli vera hið eina í efstu sætunum sem fellur utan þenslusvæðis höfuðborgarinnar. Ég hyggst einnig vekja athygli ráðamanna þjóðarinnar á því hversu undarlega háttar þegar íbúum í Vestmannaeyjum fækkar þegar þeir mælast meðal þeirra ánægðustu á landinu.    Slíkt tel ég skýrt merki um að vitlaust sé gefið." Segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.