91.8% aðspurða eru ánægðir með að búa í Vestmannaeyjum

25.September'08 | 12:19

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Þegar bráðabirgðaniðurstöður úr könnun Capasent um ánægju íbúa í 15 stærstu sveitafélögum landsins má sjá að íbúar Vestmannaeyja eru að langstærstum hluta ánægðir með sitt sveitafélag.
Ánægjuvogin er alltaf 50% eða yfir í öllum spurningum nema í einni spurningu en 43.9% eru ánægðir með skipulagsmál Vestmannaeyjabæjar.

Þegar þessar bráðabirgðaniðurstöður eru skoðað þá má finna það út að meðaltals ánægja íbúa Vestmannaeyjabæjar 68% yfir þessar tíu spurningar sem sendar voru út frá Capasent. Óánægja íbúa er samkvæmt þessum bráðabirgðaniðurstöðum er 13.7% að meðaltali.

Þegar Elliði Vignisson, bæjarstjóri er spurður út í þessar niðurstöðu og þá miklu ánægju sem virðist ríkja í Vestmannaeyjum þá hafði hann þetta að segja:
„Ég fagna auðvitað þessum niðurstöðunum en samkvæmt þeim svara 91.8.% aðspurðra að þeir séu ánægðir með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á.  Einungis 1,2% kváðust óánægðir.  Þar með eru íbúar Vestmannaeyja meðal þeirra ánægðustu á landinu.  Þegar maður skoðar niðurstöðurnar þá er margt sem vekur athygli til að mynda að Vestmannaeyjar sem nú eru meðal fjórðu vinsælustu sveitarfélagana skuli vera hið eina í efstu sætunum sem fellur utan þenslusvæðis höfuðborgarinnar. Ég hyggst einnig vekja athygli ráðamanna þjóðarinnar á því hversu undarlega háttar þegar íbúum í Vestmannaeyjum fækkar þegar þeir mælast meðal þeirra ánægðustu á landinu.    Slíkt tel ég skýrt merki um að vitlaust sé gefið." Segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.