Ný glæsivilla risin í Hellisey - einstæðar paparazzimyndir

24.September'08 | 13:23

Lundir lundar

Næsta laugardagskvöld verður hið árlega lundaball haldið og eru það Helliseyingar sem sjá um gleðina í ár. Þeir Helliseyingar hafa skotið fast á Elliðaeyinga og sakað þá um skemmdarverk og Bjarnareyingar hafa sömuleiðis skotið á Helliseyinga. Nú ber svo við að séra Kristján Björnsson hefur ákveðið að skjóta örlítið á Helliseyinga en Kristján veiðir lunda í Ystakletti.

Blogg Kristjáns má lesa hér að neðan:

 

 

 

 

Hér er fyrsta paparazzimyndin af nýja glæsihúsinu í Hellisey, en Hellisey er ein fegursta eyjan í Vestmannaeyjum. Hún er skógi vaxin og engin furða að ríksmannsbústaðir rísi þar í stórbrotinni náttúruperlunni. Þá hefur þótt þar mikið næði enda er ekki truflun af veiðimönnum eða fjárragi nema rétt innan við viku á sumri hverju. Af þessum sökum hefur heldur ekki reynst erfitt að halda byggingu hússins leyndri. Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er eigandi villunnar leikkonan geðþekka Soffía Lóren, en hún á einnig sumardvalarhús á Caprí. Eru tengslin talin í gegnum kvikmyndaheiminn í gegnum Palla Steingríms og þá bræður sem alla tíð hafa verið miklir aðdáendur leikkonunnar. 

                  Ítalía KI-EF 011

Ferðamenn sem uppgötvuðu smíði þessa glæsilega auðmannshúss í Hellisey gerðu einnig aðra merka uppgötvun. Við snuðrið í kringum eynna fundust ný undirgöng á eynni sunnanverðri. Hafa ferðamenn náð þessari einstæðu mynd af náttúruundrinu:

                    Ítalía KI-EF 020

Í öðrum leiðangri í Hellisey komust ferðamennirnir nær húsinu og reyndist það jafnvel enn glæsilegra en áður var talið. Af myndinni að dæma er það reist í Suður-Amersískum byggingarstíl. Verður eflaust mannmargt fyrir framan á hlaðinu þegar leikkonan stígur fram á svalirnar að heilsa Helliseyingum í framtíðinni og hvetja þá til dáða í veiðinni. Hér er hið glæsilega sumarhús, en talið er að brjóstmyndin sé annað hvort af Don Juan eða Sigga Braga:

                  Sigling í Karabíska og Flórída 2007 079

http://klerkur.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is