Lundasumarið 2008

24.September'08 | 05:20

Georg Arnarson

Þrátt fyrir að ég hafi bæði séð lundapysju í höfninni í morgun og lunda á sjónum í gær, þá ætla ég að skrifa mína lokagrein um lundasumarið núna.

Bæjarpysjan í Vestmannaeyjum sýnist mér að verði ca. 600 og er það í sjálfu sér gríðarleg vonbrigði. Ef ég hinsvegar reyni að horfa á það jákvæða og reikna fjöldann í Vestmannaeyjum á svipaðan hátt og ég hef gert hingaðtil, þá lítur þetta út svona:

Ég hef oft borið það undir mér eldri og reyndari menn, hvort að ekki væri nægilegt að tala um bæjarpysjuna sem 1/2% af þeim fjölda pysja, sem komast á legg í Vestmannaeyjum og eru flestir sammála mér í því, en margir vilja hafa töluna enn lægri. Þetta þýðir sem sé, að ein bæjarpysja þýðir ca. 200 pysjur frá Vestmannaeyjum. Þannig að 600 pysjur gera því 120 þús. pysjur. Þessi fjöldi er að mínu mati ekki nægilegur til þess að hefja veiðar af fullum krafti næsta sumar, en ef það er eitthvað sem er jákvætt við þennan fjölda, þá er þetta þó ca. 5 sinnum meira magn heldur en veitt var í sumar, en mér sýnist heildar lundaveiðin í Vestmannaeyjum hafa verið 17-18 þús. lunda. Einnig er jákvætt að þetta þýðir, að lundaveiðin í sumar var sjálfbær. Magnið er hins vegar allt of lítið til að fara í alvöru veiðar og ljóst að þær breytingar sem eru að verða í náttúrunni geta hugsanlega orðið til þess á næstu árum, að lundaveiðar leggist alveg af. Ég tek það hins vegar fram, að lundastofninn er gríðarlega sterkur. Ég hins vegar met ástandið þannig að ekki sé rétt að ákveða með veiði á næsta ári, fyrr en við sjáum um mánaðamótin júni/júli næsta sumar hvernig útlitið er og verði útlitið verra en núna í sumar, þá tel ég ekki verjandi að lundi verði veiddur, en verði útlitið svipað eða betra, þá væri ég til í skoða þann möguleika að veiðar yrðu leyfðar í ca. 10-15 daga fyrir Þjóðhátíð næsta sumar.

Töluverð umræða hefur verið um svo kallaðar atvinnuveiðar og/eða að menn veiði sér í soðið. Ég er á þeirri skoðun, að allir eyjamenn eigi rétt á að fá lunda í soðið fyrir Þjóðhátíð, ef yfirhöfuð á að veiða lunda. Ég hef hins vegar rekið mig á það, að í sumum veiðifélögunum þar sem út á við er talað um að menn veiði aðeins í soðið, þá er það nú ekki alltaf svo og þekki ég dæmi um það að menn hafi veitt það mikið magn að það dugi þeim í soðið næstu árin, en nóg um það.

Lundaballið er um næstu helgi og ætla ég ekki að mæta á það, frekar en vanalega og ég held að vinur minn Páll Scheving hafi kannski orðað það best, þegar hann sagði:"Er þetta lundaball ekki bara fyrir fólk sem étur mikinn lunda?" Ekki veit ég, hvort að það er rétt, en við tókum hins vegar eftir því, að í auglýsingu fyrir ballið eru talinn upp öll veiðifélögin, nema veiðifélagið Heimaey. Upp er komin sú hugmynd, að halda lokahóf lundaveiðifélagsins Heimaey næstkomandi laugardag og er nú þegar skemmtinefnd byrjuð að starfa og eftir að hafa hlerað hana lítillega í dag, þá skilst mér að meðal skemmtiatriða verði hugsanlega formaður Bjargveiðifélags Vestmannaeyja í ár með sýnikennslu í hvernig eigi að stelast í veiði hjá öðrum veiðifélögum og að hugsanlega muni Erpur Snær mæta í búningi fuglahræðu og taka fugladansinn við undirleik. Veislan verði í Blíðukró á laugardagskvöldið, eitthvað er lítið um miða á skemmtunina, en það er talað um að enginn komist inn, nema að hann hafi að minnsta kosti veitt meiri en 200 lunda í sumar.

http://georg.blog.is

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).