Eyjar.net búið að liggja niðri í dag vegna bilana í gagnagrunnsþjóni

23.September'08 | 15:48

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Í morgun duttu út allar upplýsingar útaf eyjar.net í kjölfar bilunar á gagnagrunni þeim er hýsir síðuna. Tekist hefur að laga gangagrunninn og vonum við að búið sé að koma í veg fyrir frekari óþægandi hjá lesendum okkar.

Fréttatilkynningu frá SmartMedia má lesa hér að neðan: 

Í morgun urðum við fyrir því óhappi að einn af gagnagrunnsþjónunum okkar hrundi með þeim afleiðingum að vefir sem keyrðir voru á Xtreme CMS 2.0 voru seinir að svara og birtu enginn gögn.

Aðrir vefir sem keyrðir voru á eldri útgáfu kerfisins fóru þó aldrei út en vefir sem keyra á nýjasta vefumsjónarkerfi SmartMedia; SmartWebber duttu út en einungis tímabundið.

Starfsmenn SmartMedia hafa unnið hörðum höndum að því að lagfæra gagnagrunnsþjóninn og er þeirri vinnu lokið, vinna við að því að fyrirbyggja að slíkt gerist aftur er nú þegar hafinn.

Eigendur og starfsmenn SmartMedia biðja viðskiptavini sína og viðskiptavini þeirra afsökunnar á þessu óhappi og þeim óþægindum sem hafa orðið í kjölfar þessara bilunar.

Fyrir hönd SmartMedia ehf.
Sæþór Orri Guðjónsson
framkvæmdastjóri
www.smartmedia.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-