Um þjóðhátíð, já þjóðhátíð...

22.September'08 | 05:57

Smári Jökull

Einn af óþolandi fylgifiskum Þjóðhátíðar er hækkun verðskrár yfir hátíðina hjá þeim sem veita þjónustu í kringum hana. Þetta hefur oft verið umfjöllunarefni heima í Eyjum og sitt sýnist hverjum.

Nú var ég að skoða heimasíðu Flugfélags Vestmannaeyja. Þar kemur fram að flug til Eyja og til baka á Bakka kosti 6000 krónur, en flug aðra leiðina kostar 3000. Svo fór ég að skoða gamlar fréttir og þar var m.a. frétt um bókanir fyrir flug á Þjóðhátíð. Þar kom fram að flug aðra leið yfir Þjóðhátíð kostaði 6900, en báðar leiðir 9900 !

Er þetta eðlilegt ? Svona lagað fer álíka mikið í taugarnar á mér og þegar maður getur ekki notað inneignir eða gjafabréf á útsölum. Hversu fáránlegt er það ?

http://smarijokull.blog.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.