Einn ökumaður var stöðvaður um helgina vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna

22.September'08 | 15:39

Lögreglan,

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglu í vikunni sem leið og má m.a. nefna eignaspjöll, umferðaróhöpp ofl. Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða fólk til síns heima vegna ölvunarástands þess.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en um var að ræða rúðubrot að Vesturvegi 26 aðfaranótt 20. september sl. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverja hugmynd hafa um það eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Einn ökumaður var stöðvaður um helgina vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.  Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að virða ekki biðskyldu og annar fyrir að hafa ekki ljósabúnað í lagi.

Tvö umferðaróhöpp urðu í vikunni og varð töluvert tjón á ökutækjum í þeim en ekki alvarleg meiðsl á fólki.  Fyrra óhappið varð að morgni 15. september sl. þegar tvær bifreiðar lentu saman á gatnamótum Dalavegar og Strembugötu en seinna óhappið átti sér stað síðdegis þann 17. september sl. á gatnamótum Hólagötu og Kirkjuvegar.

Í tilefni af þessum tveimur óhöppum vill lögreglan koma því á framfæri til ökumanna að virða lokun lögreglu á meðan verið er að vinna ávettvangi.  Það varðar sektum að virða ekki lokun lögreglu.

 

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.