Samið við Skipalyftu Vestmannaeyja um niðurrif á sílói við Malbikunarstöðina

18.September'08 | 07:19

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði þann 16.september síðastliðinn og voru einungis þrjú mál á dagskrá ráðsins að þessu sinni.
Framkvæmda- og hafnarráð fór m.a. yfir innkaupareglur Vestmannaeyjabæjar og gerðu tillögur að smávægilegum breytingum á þeim. Ráðið leggur jafnframt til við Bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Í umræðu um milliuppgjör Umhverfis og framkvæmdasviðs beindi ráðið því til bæjarráðs að veita fjármagni til tæknideildar vegna breytingar á launakostnaði deildarinnar. Launakostnaður þessi er tilkominn vegna aukinna verkefna en ákvörðun um þau var tekin í samráði við bæjarráð.

Ákveðið var á fundinum að ganga til samninga við Skipalyftuna vegna niðurrifs á sílói við Malbikunarstöðina. Tilboð kom í verkið frá Eyjablikk og Skipalyftunni og bauð Skipalyftan 795.750 án VSK í verkið. Gert er ráð fyrir því að verkinu verði lokið fyrir miðjan október nk.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.