Samið við Skipalyftu Vestmannaeyja um niðurrif á sílói við Malbikunarstöðina

18.September'08 | 07:19

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði þann 16.september síðastliðinn og voru einungis þrjú mál á dagskrá ráðsins að þessu sinni.
Framkvæmda- og hafnarráð fór m.a. yfir innkaupareglur Vestmannaeyjabæjar og gerðu tillögur að smávægilegum breytingum á þeim. Ráðið leggur jafnframt til við Bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Í umræðu um milliuppgjör Umhverfis og framkvæmdasviðs beindi ráðið því til bæjarráðs að veita fjármagni til tæknideildar vegna breytingar á launakostnaði deildarinnar. Launakostnaður þessi er tilkominn vegna aukinna verkefna en ákvörðun um þau var tekin í samráði við bæjarráð.

Ákveðið var á fundinum að ganga til samninga við Skipalyftuna vegna niðurrifs á sílói við Malbikunarstöðina. Tilboð kom í verkið frá Eyjablikk og Skipalyftunni og bauð Skipalyftan 795.750 án VSK í verkið. Gert er ráð fyrir því að verkinu verði lokið fyrir miðjan október nk.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.