Mörg þúsund manna sem eru í sambandi ungra sjálfstæðismanna um allt land telja að stuttbuxur séu alls ekki verri en síðbuxur

17.September'08 | 06:10

Margrét Rós

Næstu helgi verður haldið í eyjum milliþing SUS og hefur milliþingið fengið nafnið Nýtum tækifærið. Þingið verður haldið í Framhaldskólanum í Vestmannaeyjum og eru það Eyverjar sem sjá um skipulagningu þingsins. Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Margréti Rós Ingólfsdóttur, formann Eyverjar til að spyrja út í þingið og skipulag þess.
Svör Margrétar má lesa hér að neðan:

Næstu helgi verður haldið milliþing SUS í Eyjum, hvað gerið þið ráð fyrir mörgum gestum á þingið?
Góð stemmning er fyrir þinginu og þátttakendur verða um 150 talsins.
 
Yfirskriftin á milliþinginu er Nýtum tækifærið, hvaða tækifæri eru það sem ungir sjálfstæðismenn ætla að nýta?
Á þinginu verður lagt fram fullt af hugmyndum sem við viljum að okkar fólk í ríkisstjórn setji á oddinn. Í þessum hugmyndum felast ótal mörg og góð tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að nýta sér.
 
Hvernig fer þinghaldið fram og geta Eyjamenn tekið þátt?
Já, hafi menn áhuga á að taka þátt í þinginu og eru á SUS-aldri hvet ég þá til að skrá sig og taka þátt í lifandi og skemmtilegu starfi með okkur.
 
Hvaða málefnanefndir verða á þinginu í Eyjum?
Sex málefnanefndir hafa verið að störfum í allt sumar. Á meðal þess sem rætt hefur verið um í nefndunum er sala ÁTVR,  afnám vörugjalda og innflutningstolla, tekjuskattur lækkaður, breytingar á hjónavígslu samkynhneigðra, einkavæðing Íslandspósts og RÚV og fleira. Verður afrakstur málefnanefndanna kynntur þingfulltrúum um helgina.
 
Nú hafa ungir sjálfstæðismenn ákveðinn stuttbuxnastimpil á sér en á dagskrá þingsins má sjá að haldið verður golfmótið Hægri sveiflan, farið í vespuferð og veitt á sjóstöng og sprangað. Eru ungir sjálfstæðismenn að breytast eða er þess stuttbuxnastimpill eitthvað sem andstæðingar SUS-ara hafa búið til?
Þessi stuttbuxnastimpill er orðinn ansi lífsseigur. Ég er þó viss um að þau mörgu þúsund manna sem eru í sambandi ungra sjálfstæðismanna um allt land telja að stuttbuxur séu alls ekki verri en síðbuxur. Í bland við málefnastarfið sem unnið er á þinginu er nauðsynlegt að breyta aðeins til og gera eitthvað skemmtilegt með skemmtilegu fólki, sem ungir sjálfstæðismenn eru, og hvergi er eins mikið að gera og í Vestmannaeyjum.
 
Nú eru Eyverjar eitt öflugasta félagið innan SUS, hvernig er starfsemi ykkar háttað í dag?
Eyverjar eru svo sannarlega eitt öflugasta félagið innan SUS. Útgáfa Stofna og upplýsingaritsins, þrettándagrímuballið, sumarferð Eyverja og fleira ber þess merki. Samstarf við SUS hefur líklega sjaldan verið meira en í dag og kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi hefur skapað vettvang fyrir Eyverja til þess að tengjast betur öðrum ungum sunnlenskum sjálfstæðismönnum. Það er alltaf nóg að gera hjá Eyverjum.
 
Eitthvað að lokum?
Þing á vegum SUS var síðast haldið 1999 og var það eitt glæsilegasta þing sem haldið hefur verið. Nú fáum við milliþing SUS til Eyja, sem stefnir í að verða eitt stærsta milliþing SUS frá upphafi. Enn er hægt að skrá sig og hvetja Eyverjar unga sjálfstæðismenn í Eyjum til að skrá sig á sus@xd.is eða eyverjar@simnet.is.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.