Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja á leið á Norðurlandamót barnaskóla í skák

11.September'08 | 13:21

skák

Á fimmtudaginn hefst ferðalag sveitar Grunnskóla Vestmannaeyja sem mun þá leggja upp í ferðalag til Álandseyja á Norðurlandamót barnaskólasveita í skák.

Strákarnir fljúga á fimmtudaginn til Stokkhólms, og þaðan verður siglt með ferju til Álandseyja en siglingin tekur um 6 tíma.

Á föstudagsmorguninn hefst svo keppni sveitarinnar en þá mæta þeir sveit Danmerkur og í annarri umferð mæta þeim finnum.

Í ár skipa sveit skólans þeir Kristófer Gautason, Daði Steinn Jónsson, Ólafur Freyr Ólafsson og Valur Marvin Pálsson, farastjórar eru þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Týr Guðjónsson en þjálfari strákana er Björn Ívar Karlsson.

Á síðasta ári tók sveit Grunnskólans þátt í sama móti en með sveit skipaðri eldri strákum. Árangurinn var frábær en sveitin landaði silfrinu og var ½ vinningi frá 1.sætinu.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is