Bæjarráð hvetur starfsmenn og pólitíska fulltrúa til áframhaldandi aðhalds og ráðdeildar í rekstri

10.September'08 | 22:14

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær lágu fyrir fjölmörg mál úr hinum ýmsu áttum. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að afgreiddir hafi verið 917 matarskammtar í Grunnskóla Vestmannaeyja í síðustu viku en það er 40% aukning frá því sem verið hefur.

Varðandi starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar ályktaði bæjarráð eftirfarandi:
Vestmannaeyjabær er einn stærsti atvinnurekandinn í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær vill axla þá ábyrgð sem slíkur fylgir og leitast við að hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að aukinni þjónustu við bæjarbúa verður að byggja upp og viðhalda aðlaðandi vinnustöðum, starfsánægju og góðu starfsumhverfi. Það er viðhorf bæjarráðs að það sé ekki síst starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri bæjarfélagsins.

Miðað við orðalag í fundargerð bæjarráðs þá er Vestmannaeyjabær að kaupa allt að 5% hlut stofnfjár í stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja. Í fundargerð bæjarráðs segir eftirfarandi:
Eins og áður hefur komið fram lítur bæjarráð á það sem skyldu Vestmannaeyjabæjar að gæta hagsmuna samfélagsins í málefnum Sparisjóðs Vestmannaeyja og styður stjórn hans og stofnfjáreigendur í því að einskis verði látið ófreistað við að tryggja sem best framtíðarstöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja, viðskiptamanna og starfsfólks sjóðsins og þeirra gríðarlegu hagsmuna sem felast í öflugum samfélagssjóði sem í dag myndar mikinn meirihluta varasjóðs Sparisjóðs Vestmannaeyja. Með ofangreint að leiðarljósi samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að falast eftir kaupum á allt að 5% hlut í stofnfé sjóðsins og er fyrirliggjandi samningur liður í því.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).