Tveir menn um tvítugt voru staðnir að því að taka tösku ófrjálsri hendi um borð í Herjólfi

9.September'08 | 07:32

Lögreglan,

Það var töluvert að gera hjá lögreglunni í vikunni sem leið og má m.a. nefna fíkniefnamál,innbrot, nytjastuld á bifreið, íkveikjur, bílveltu, ölvun við akstur og fl.

Að kvöldi 3. september sl. var lögreglu tilkynnt um hugsanlega fíkniefnaneyslu í heimahúsi hér í bæ.  Í framhaldi af húsleit fannst lítisræði af kannabisefnum og viðurkenndi húsráðandinn að vera eigandi að efninu.  Málið telst upplýst.

Að kvöldi 5. september sl. voru tveir menn um tvítugt staðnir að því að taka tösku ófrjálsri hendi um borð í Herjólfi.  Í framhaldi af því var farið heim til þeirra og veittu lögreglumenn þá athygli hugsanlegu þýfi úr Kaffi-Kró, en brotist hafði verið inn í veitingastaðinn aðfaranótt 3. september sl.   Fimm ungmenni á aldrinum 17-22 ára voru þarna inni og voru þau handtekin vegna rannsóknar málsins. Við yfirheyrslur daginn eftir viðurkenndu þau að hafa átt aðild eða vitað af þremur innbrotum sem átt hafa sér stað á undanförnum vikum.  Um er að ræða innbrot í Kaffi-Kró þar sem stolið var töluverðu magni af áfengi, innbrot í Týsheimilið þar sem m.a. var stolið tveimur fartölvun, myndavél og talstöðvum og í Hár-húsið v/Strandveg þar sem stolið var hársnyrtivörum og peningum. 

Að morgni föstudagsins 5. september var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi verið stolið þar sem hún stóð á Skólavegi.  Bifreiðin fannst skömmu síðar við Hólagötu 40 og var ákoma á hægri hlið hennar. Í ljós kom að bifreiðinni hafi verið ekið utan í umferðarmerki á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar.   Við rannsókn málsins bárust böndin að ákveðnum manni og var hann handtekinn að morgni laugardagsins 6. september sl. og viðurkenndi hann við yfirheyrslu að hafa tekið bifreiðina.  Jafnframt viðurkenndi hann að hafa brotist inn í hús í Dverghamri og tekið þaðan bjór en hann mun hafa ekið þangað á áðurnefndri bifreið.

Um miðjan dag þann 6. september sl. var lögreglu tilkynnt um hópslagsmál á Heiðarvegi en þegar lögreglan kom á staðinn voru slagsmálin yfirstaðin.  Þarna höfðu tveir menn, sem eru af erlendu bergi brotnir, lent í útistöðum sem endaði með handalögmálum.  Talið er að annar mannanna hafi nefbrotnað í átökunum. 

Að morgni 6. september sl. var tilkynnt um að eldur logaði í svokallaðri "Keikokví" sem er í Klettsvík.  Lóðsinn fór strax á staðinn og náði að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst er að þeir sem þarna voru að verki þurftu bát til að komast út í kvínna og biður lögreglan þá sem urðu varir við mannaferðir við höfnina að morgni sl. laugardags um að hafa samband.

Að kvöldi 7. september sl. var tilkynnt um eld við Sorpu en þarna hafði verið kveikt í plastkari. Ekki varð um mikið tjón að ræða. Leikur grunur á að þarna hafi verð um börn að leik og biður lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt varðandi málið um að hafa samband.

Að kvöldi 2. september sl. var lögreglu tilkynnt um bílveltu á Haugasvæðinu. Þarna hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni og lenti utanvega með þeim afleiðingumað bifreiðin fór eina veltu.  Ekki varð um alvarlegt slys á fólki að ræða en ökumaðurinn þurfti að leita aðstoðar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og var lagður inn yfir nóttina.  Tvær stúlkur sem einnig voru í bifreiðinni sakaði ekki.

Einn ökumaður var stöðvaður af lögreglu um helgina vegna gruns um ölvun við akstur og þarna um að ræða 19. stút ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.