Því er ekki að neita að umfang starfsins er mun meira en ég gerði mér í hugarlund þegar ég kom að þessu fyrst

8.September'08 | 15:21

Svenni

Árangur ÍBV í sumar hefur verið glæsilegur og geta strákarnir tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni að ári í næsta leik. Mikil vinna liggur að bakki þessum árangri og stendur knattspyrnuráðið þétt upp við strákana. Vinna knattspyrnuráðsins er fyrir utan knattspyrnuvöllinn sjálfan og því ekki eins áberandi og vinna leikmanna. Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Sigurvein Þórðarson, formann knattspyrnuráðs til að forvitnast um þeirra vinnu og stóra stúkumálið.

Nú kemur þú nýr inn í knattspyrnuráðið fyrir þetta sumar og ert formaður ráðsins, hefur umfang starfsins komið þér á óvart?
Já, því er ekki að neita að umfang starfsins er mun meira en ég gerði mér í hugarlund þegar ég kom að þessu fyrst. 

Hver er helstu verkefni ykkar sem sitið í knattspyrnuráði?
Það er að sjá um fjáraflanir og reyna að reka þetta réttu megin við núllið.  Eins er ýmislegt sem þarf að gera dag frá degi og ný mál koma reglulega upp. 

Nú er mikið talað um þrengingar í efnahagslífinu, finnið þið fyrir minni vilja fyrirtækja að styrkja og leggja knattspyrnunni lið?
Það er alveg ljóst að þegar við komum að ráðinu síðasta haust var allt önnur staða í þjóðfélaginu heldur en nú er.  Við lögðum af stað með ákveðna áætlun og ljóst að hún bregst af einhverju leyti einfaldlega vegna verri stöðu í samfélaginu.  Ég held nú að flest fyrirtæki í Eyjum séu öll að vilja gerð til þess að aðstoða okkur eins og þau geta.

Nú hefur ÍBV gengið frábærlega í sumar og er liðið taplaust á Hásteinsvelli, áttirðu von á þessu í upphafi móts?
Það var lagt upp með það í upphafi að fara upp. Þetta er nánast sama lið og var hársbreidd frá því að fara upp í fyrra. Ég átti von á góðum árangri en að tapa ekki stigi á Hásteinsvelli er betra en við þorðum að vona.  Liðið var í ákveðnum vandræðum á heimavelli í fyrra og ánægjulegt að peyjarnir snéru því dæmi við.  Nú er bara að klára dæmið í næsta leik og tryggja sér sæti í efstu deild.

Nú er mikill munir á því að reka lið í 1.deild og í úrvaldsdeild, telurðu að ÍBV sé í stakk búið að takast á við rekstur á úrvarldsdeildarliði?
Ekki spurning. ÍBV á heima í úrvalsdeild og satt að segja held ég að það sé fjárhagslega auðveldara að reka félagið í efstu deild.   Ferðakostnaður er minni í efstu deild.  Flest félögin eru á höfuðborgarsvæðinu. Eins kemur ákveðið fjármagn frá KSÍ til liða í efstu deild sem hjálpar verulega til í rekstrinum.  Á móti er kostnaðurinn meiri við leikmenn. Lykilatriði er að sleppa sér ekki í þeim útgjöldum.

Síðustu daga hefur umræða um aðstöðu áhorfenda á Hásteinsvelli verið hávær, hver er afstaða knattspyrnuráðs í þessu máli?
Knattspyrnuráð hefur ekki ályktað neitt um þessi mál.  Við viljum einfaldlega fá að spila á Hásteinsvelli á næsta ári. Hvernig sem það verður leyst.  Við höfum fundað með bæjarstjóranum okkar, stjórn ÍBV og forráðamönnum KSÍ.  Á þessum fundum hefur verið farið yfir stöðuna frá öllum hliðum og ljóst að það eru skiptar skoðanir um þetta.  Lykilatriði er að finna lausn og það sem fyrst.

Telurðu að sátt náist í málinu milli ÍBV, Vestmannaeyjabæjar og KSÍ?
Ég vona það svo sannarlega. Þetta er erfitt mál og setur skugga á frábæran árangur liðsins í sumar. Á sama tíma og ÍBV er að tryggja sér sæti í efstu deild snúast fyrirsagnir fjölmiðla um hvort ÍBV fái keppnisleyfi á næsta ári eða ekki.  Við ættum frekar að vera að tala um liðið og hver næstu skref ættu að vera til að tryggja veru okkar í deild þeirra bestu.  Annars treysti ég því að bæjaryfirvöld hér, ÍBV og KSÍ setjist nú niður fljótlega og leysi þetta mál.

Nú er ÍBV nálægt því að gulltryggja sig í úrvaldsdeild að ári, hvort langar þig meira að fá Selfoss eða Stjörnuna upp með ÍBV ef liðið fer alla leið?
Mér er sama svo lengi sem ÍBV tryggir sér sæti í Landsbankadeildinni. 

Eitthvað að lokum?
ÍBV hefur lokið leik á Hásteinsvelli þetta sumarið en það eru þrír leikir eftir.  Hvet ég Eyjamenn sem hafa tök á að fjölmenna á völlinn í síðustu leikjunum og hvetja liðið okkar því við viljum ekki bara tryggja okkur sæti í efstu deild, við ætlum að vinna þessa deild.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is