Þrjár íkveikjur á einni helgi í Eyjum

8.September'08 | 08:00
Kveikt var í brotajárni og plastkörum í Sorpu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu gekk slökkvistarf vel. Enginn er grunaður sem stendur.

Einnig var kveikt í Keikókvínni og veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum um helgina. Á Lundanum var kveikt í þakplötum aðfaranótt laugardags.

„Dyraverðirnir voru fljótir til og slökktu þetta," segir Jón Ingi Guðjónsson, veitingamaður á Lundanum. Brennuvargarnir náðust ekki. Jón Ingi segist hafa tilkynnt um brunann vegna atviksins í Keikókvínni ef ske kynni að atvikin tengdust.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is