Stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands hélt stjórnarfund í eyjum í síðustu viku

8.September'08 | 10:27

sudur

Miðvikudaginn 3. september s.l. var haldinn 278. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands í Vestmannaeyjum. Stjórnin kom til Eyja snemma um morguninn. 

Dagurinn byrjaði á því að Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja (ÞSV), kynnti stjórn og starfsfólki AÞS starfsemi ÞSV, sögu þess, núverandi starfsemi og hvaða framtíðaráform eru uppi varðandi rekstur setursins. Páll vék einnig að verkefninu Eyjaköfun, en það er samstarfsverkefni í Vestmannaeyjum um stofnun köfunarskóla og þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn sem hafa áhuga á að stunda köfun í Vestmannaeyjum. Verkefnið er stutt af Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja (VSSV).


Þar á eftir var Anna Svala Johnsen, frumkvöðull, í Listasmiðjunni Svölukoti heimsótt. En hún er á fullu að undirbúa hina nýju starfsemi sína.  Verkefni Önnu, var það verkefni sem fékk hæsta styrkinn, þegar AÞS úthlutaði hvatningarstyrkjum sínum í júlí s.l. Skemmtilegt viðtal var við Önnu Svölu í Fréttum í Vestmannaeyjum eftir úthlutina og er hægt að lesa það hér.  Allir voru sammála um hversu athyglisvert verkefnið væri og hversu vel væri staðið að undirbúningi þess.


Í hádeginu fundaði hópurinn með bæjarstjórn Vestmannaeyja á Kaffi Kró, en hefð hefur skapast fyrir því að funda með bæjar-, hrepps- og sveitastjórnum á starfssvæði AÞS.  Þar kynntu starfsmenn AÞS starfsemi félagsins og þau verkefni sem það vinnur að, auk þess sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæjar, kynnti þau verkefni sem bæjarfélagið er að vinna að og hver framtíðaráform bæjarins eru.  Fundaði stjórn AÞS síðan fram eftir degi á Kaffi Kró.  Í lok dags var farið í stutta skoðunarferð um Vestmannaeyjar, þar sem jarðvegsframkvæmdir við nýtt og glæsilegt íþróttahús í Vestmannaeyjum voru skoðaðar, auk þess sem hópurinn gekk um hina nýju Eldheima (Pompei Norðursins).  Athyglisvert er hversu mikið starf hefur verið unnið í sumar í verkefninu.  Óhætt er að segja að Eldheimar séu með áhugaverðari ferðamannastöðum á Suðurlandi. Mjög metnaðarfullar áætlanir eru um framtíð gosminja í Vestmannaeyjum og verður skemmtilegt að fylgjast með því í framtíðinni.  Verkefnið er stutt af VSSV. Stjórnin hélt síðan á fastalandið seinnipartinn.

Stjórn og starfsfólk AÞS vil þakka Vestmannaeyingum fyrir hlýlegar og ánægjulega móttöku.

www.sudur.is greindi frá

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is