Enn eru miklar og heitar umræður um kröfur KSÍ gagnvart stúkumálum ÍBV.

3.September'08 | 06:44

Á spjallvef ÍBV eru enn miklar umræður um meintar kröfur KSÍ að reisa hér 700 manna stúku svo að ÍBV geti spilað í Landsbankadeildinni.

Þó svo að fáir séu sáttir við þessa ákvörðun KSÍ, þá hefur myndast áhugaverðir vinklar á þessu máli, þar sem stuðningsmenn reyna að benda á og finna lausnir á vandanum í stað þess bölva þessum kröfum í sand og ösku.

Meðal þess sem hefur komið úr umræðunni er:

HHN skrifar:
"Ég er nú ekki alveg að botna þessa umræðu. Á að fara að henda tugum milljóna í aðstöðu fyrir knattspyrnumenn. Fæstir af þessum "knattspyrnumönnum" koma frá Eyjum og eru þar að auki á launum. Sama átti við um handboltann hér áður fyrr. Stór hluti þessara keppenda eru ekki frá Eyjum. Við verðum bara að átta okkur á því að bæjarfélag sem er svona fámment og getur ekki haldið úti liði frá Eyjum á bara ekkert erindi í svona keppni. Endalausar fjársafnanir og snýkjur, + útihátið IBV í Dalnum virðast ekki duga til að ná endum saman. Þegar ég fer á völlinn vil ég sjá Eyjamenn keppa hvort sem það er handbolti eða fótbolti, þar slær Eyjahjartað. Er ekki eitthvað að ?"

RB skrifar:
„Í hvaða leikk eru KSÍ menn?Eru þeir að efla framgang knattspyrnunnar á 'Íslandi?Eru þeir að efla grasrótina?Eru þeir að styrkja landsbyggðina sem eiga undir högg að sækja á flestum sviðum íþrótta?Nei því miður þeir eru í allt öðrum leik."

Stebbi Steindórs leggur til áhugaverða hugmynd:

"Hér er styrkurinn sem Gilli Foster var að nefna hér að ofan. Lið getur fengið allt að 10 millj. króna styrk. http://www.ksi.is/mannvirki/2008/02/13/ Held að verkefnið geti vel verið framkvæmanlegt með hjálp góðra manna/fyrirtækja í Eyjum. Það þarf bara að selja nafnið á mannvirkinu Sbr. Vodafone höllin, Egilshöllin (hvort sem það er Egill Skallagríms eða ekki) og svo þekkist þetta vel erlendis einsog allir vita. hugmyndir af nöfnum gæti verið Toyota Stúkan. Geisla Stúkan. Fréttastúkan. Karl Kristmanns Stúkan. Bergur/hugin stúkan. Einnig finnst mér ÁTVR stúkan skemmtilegt nafn (enda ekki verið að vitna í áfengisbúðina þar). Og svo get ég nú ekki talið svona upp nema að nefna Axel Ó stúkan.... HVER BÝÐUR BEST????? Ég skal leggja til teiknivinnu gegn merktu sæti í stúkunni svo en það getur vel verið hluti af stúkunni sé með merktum sætum sem seld eru með sérstökum ársmiða ár hvert."

Einnig kom upp sú hugmynd um að selja stuðningsmönnum sæti á 25.000 kr og merkja þau jafnvel, þarna gætu fyrirtæki og aðrir stuðningsmenn lagt sitt af mörkunum til við að sjá nýja stúku rísa og notið góðs af því í framtíðinni.

Hægt era ð fylgjast með umræðunum hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.