Bruni, þjófnaður, skemmdarverk ofl.

3.September'08 | 10:53

Lögreglan,

Lögreglan hafði ýmsum verkum að sinna í vikunni sem leið þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp.  Einn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni og átti hann sér stað aðfaranótt 31. ágúst sl. Um er að ræða þjófnað á veski og misnotkun á greiðslukorti sem var í veskinu. Sá er þarna var að verki var handtekinn sama dag og hefur viðurkennt verknaðinn. Mun hann hafa náð að taka út um kr. 13.000,- af kortinu áður en upp komst um athæfið. Málið telst að mestu upplýst.
Ein kæra liggur fyrir vegna eignaspjalla en um er að ræða skemmdir á girðingu við Heimagötu. Þarna mun hluti girðingar hafa verið fjarlægður án heimildar. Ekki er vitað hver þarna var að verki.

Að morgni 28. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um reyk frá húsi við Höfðaveg. Reyndist þarna pottur hafa gleymst á hellu þannig að töluverður reykur barst frá húsinu. Náðist að ráða niðurlögum eldsins áður en tjón hlaust af. Hins vegar varð eitthvað tjón af völdum reyks og sóts.

Að kvöldi 29. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um að flutningaskipið Arnarfell hafi keyrt utan í Básaskersbryggju þegar verið var að snúa skipinu. Mun stjórnkerfi skipsins ekki hafa látið af stjórn með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki varð um alvarlegt tjón að ræða og engin slys á fólki.

Af umferðarmálum er það helst að frétta að tveir ökumenn fengu sekt fyrir of hraðan akstur á Hamarsvegi, annar fyrir að aka á 70 km/klst en hinn á 93 km/klst. Þá fengu tveir ökumenn sekt fyrir ólöglega lagningu ökutækja sinna.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.