Eygló ráðin hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands

2.September'08 | 14:10

Eygló Harðardóttir

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur ráðið Eygló Harðardóttur, markaðsfræðing, sem verkefnastjóra og ráðgjafa. Eygló hefur viðamikla reynslu af störfum í þjónustu, sjávarútvegi og landbúnaði og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Nínukots. Hún er í þann mund að ljúka við meistaragráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðasamskipti og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Meistaraverkefni hennar fjallar um ferðaþjónustu bænda, markaðssetningu og áhrif internetsins.
Að auki hefur hún gegnt fjölda trúnaðarstarfa s.s. verið aðalmaður í skólamálaráði Vestmannaeyjabæjar, setið í stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, og sem stjórnarformaður Náttúrustofu Suðurlands. Í dag er Eygló stjórnarmaður í Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöð og IceCod á Íslandi, eins helsta frumkvöðlafyrirtækis heims í þorskseiðaeldi. Eygló hóf störf þann 1. sept. sl. og hefur starfsaðstöðu á Selfossi.

Fjórir starfsmenn starfa hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands (www.sudur.is) sem er með höfuðstöðvar á Selfossi og starfsstöð í Vestmannaeyjum. Starfssvæði félagsins nær yfir allt Suðurland og standa sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnjúpverjahreppur, sveitarfélagið Árborg , Vestmannaeyjar og sveitarfélagið Ölfus að því.

Markmið félagsins er að efla og örva atvinnulíf á Suðurlandi með ráðgjöf og styrkjum til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra hagsmunaðaila. Félagið er einnig rekstraraðili að Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja (www.vssv.is).

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.