Fyrstu máltíðirnar frá Einsa kalda í Grunnskóla Vestmannaeyja

1.September'08 | 22:55

Einsi Kaldi

Fyrsta máltíðin frá Einsa kalda var afgreidd í dag, mánudaginn 1. september. Greinilegt var að nemendur kunnu vel að meta ljúffengan fisk, soðnar kartöflur og grænmeti sem var í boði.

Vestmannaeyjabær greiðir hverja nemendamáltíð niður um 60 krónur þannig að forráðamenn þurfa aðeins að greiða 390 krónur fyrir máltíðina. Einar Björn matreiðslumaður kom á staðinn og fylgdist með hvernig gekk að afgreiða matinn. Hann segist hafa orðið var við mikla ánægju forráðamanna og nemenda með matseðilinn, en Einar Björn sér um að elda máltíðir fjóra daga vikunnar. Þrisvar í viku er boðið upp á kjöt eða fisk og einu sinni máltíð þar sem grautar og súpur eru á boðstólum. Matseðillinn er látinn rúlla þannig að maturinn er fjölbreyttur og hollustan er höfð í fyrirrúmi. Hægt er að skoða matseðla fyrir septmbermánuð á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja.

F. h. fjölskyldu- og fræðslusviðs
Erna Jóhannesdóttir
Fræðslufulltrúi

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is