Stofnun starfsendurhæfingar í Vestmannaeyjum

29.Ágúst'08 | 07:55

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Umræður eru hafnar milli hagsmunaaðila í eyjum um stofnun starfsendurhæfingar fyrir örorkulífeyrisþega svipað því sem þekkist á Húsavík. Örorkulífeyrisþegar er stór þjónustuhópur félagsþjónustu og brýnt að sinna þeim vel.
Fjöldi hagsmunaaðila kemur að þjónustu við þennan hóp. Markmið starfsendurhæfingar er að auka lífsgæði þátttakenda og fjölskyldna þeirra. Markmiðið er einnig að þátttakandi fari í atvinnu að endurhæfingu lokinni og/eða áframhaldandi nám. Fjölskyldu- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra áframhaldandi vinnu við verkefnið og jafnframt að halda ráðinu upplýstu um framgang málsins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.