Eignir Sparisjóðsins í óskráðum félögum hafa þá verið færðar niður um 209 millj. kr.

29.Ágúst'08 | 16:29

Sparisjóðurinn

Í dag sendi stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja frá tilkynningu um rekstur sjóðsins fyrir 1.janúar - 30.júní 2008, tilkynninguna má lesa hér að neðan:

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja hefur afgreitt árshlutauppgjör sjóðsins fyrir tímabilið 1. janúar - 30. júní 2008.

Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru:

Hagnaður er af reglulegri starfsemi Sparisjóðsins, en heildarniðurstaða rekstrar er tap upp á 29 millj. kr. eftir skatta.  Eignir Sparisjóðsins í óskráðum félögum hafa þá verið færðar niður um 209 millj. kr., markaðsverðbréf eru færð á skráðu gengi í kauphöll, virðisrýrnun útlána er reiknuð 40 millj. kr. til gjalda og tekjuskattur til tekna er er 66 millj. kr., m.a. vegna breytinga á skattalögum.

Helstu niðurstöður efnahagsreiknings eru:

Niðurstaða efnahagsreiknings er 13.825 millj. kr. og hefur hún hækkað um 13,5% frá upphafi árs.  Útlán eru 8.357 millj. kr. og hafa hækkað um tæplega 8%, innlán eru 8.519 millj. kr. og hafa hækkað um tæplega 21%.  Á tímabilinu veiktist íslenska krónan verulega og verðlagshækkanir hafa verið miklar.  Eigið fé Sparisjóðsins er 1.770 millj. kr. og hefur lækkað um rúmlega 4% frá upphafi árs vegna taps tímabilsins og arðgreiðslna sem námu 50 millj. kr.

Afkoma fyrstu sex mánaða ársins verður að teljast vel ásættanleg miðað við erfiðar ytri aðstæður í starfsemi fjármálafyrirtækja.  Niðurstaða grunnrekstrar er góð og ekkert bendir til að seinni sex mánuðir ársins verði með öðrum hætti hvað varðar grunnreksturinn.  Sparisjóðurinn hefur verið lánveitandi á millibankamarkaði enda fjármagnaður að mestu með innlánum og eigin fé.  Ljóst er að ytri aðstæður eru fjármálafyrirtækjum mótdrægar en fjárhagsleg staða Sparisjóðsins er sterk og því er hann vel í stakk búinn til að takast á við framhaldið.  Sparisjóðurinn er stöðugt að leita leiða til að efla starfsemina á starfssvæði sínu, sem spannar frá Hveragerði í vestri að Breiðdalsvík í austri, með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum.


Vestmannaeyjum, 29. ágúst 2008.

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).