Leikskólagjöld hækka um 4.5% skv. launavísitölu og fæði á leikskólanum hækkar um 6.5% miðað við fullt fæði

26.Ágúst'08 | 07:32

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á fundi Fræðslu- og menningarráðs þann 21.ágúst síðastliðinn voru samþykktar tillögur um breytingar á leikskóla- og fæðisgjöldum í samræmi við launa- og neysluvísitölu skv. reglum um endurskoðun leikskólagjald.

Var samþykkt að frá og með 1.september 2008 skyldu leikskólagjöld hækka um 4.5% skv. launavísitölu og fæði í leikskólanum hækki um 6.5% miðað við fullt fæði. Samkvæmt þessu fer gjald fyrir 8 tíma vistun með fullu fæði úr kr. 26.824 í kr. 28.167 sem er hækkun um 1.343 krónur á mánuði.

Tillaga um fyrirkomulag skólamáltíða
Á fundinum var einnig samþykkt að semja við Einar Björn Árnason sem rekur veisluþjónustuna Einsa Kalda um að hann sjái um skólamáltíðir fyrir grunnskólann fyrir haustönn 2008. Samþykkti einnig Fræðslu og menningarráð að Vestmannaeyjabær myndi greiða niður hráefnisverð um 60 kr. á skammt fyrir barn til viðbótar við þann kostnað sem bærinn greiðir í dag vegna launa starfsmanna skólans í mötuneytum. Hver matarskammtur mun því kosta um 390 krónur
Jafnframt leggur Fræðslu- og menningarráð til að leitað verði leiða innan skólans til að bjóða nemendum heitan hafragraut áður en skólastarf hefst á morgnana þeim að kostnaðarlausu.
 
Fræðslu- og menningarráð vísar samþykkt um niðurgreiðslu á skólamáltíðum til umfjöllunar í bæjarráði og óskar eftir aukafjárveitingu þar að lútandi en ekki er gert ráð fyrir slíkri niðurgreiðslu í fjárhagsáætlun 2008.

 

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.